Neibb, frethljóð er ekki eðlilegt, sennilega er hún að draga loft einhversstaðar, koma loftbólur úr úttakinu ?
Hávaði er heldur ekki eðlilegur en er stundum í eldri dælum eða óvandaðri tegundum.
Tunnudælur geta oft verið í jafnvel nokkra klukkutíma að hreinsa sig af öllu lofti - svo ætti ekki að heyrast neitt í þeim nema etv smávegis suð. Ef þetta er ekki hætt á morgun, þá er hún líklega að taka inn loft einhversstaðar og þarf að athuga.
ég hef lent í þessu með litla tunnudælu sem ég er með og co2 dælu sem er með mótor. Mér var kennt smá trikk í einni verslun, að taka dæluna úr sambandi í nokkrar mínútur þá rennur vatnið úr slöngunni til baka inn í dæluna og loftið leitar upp. (vonandi úr dælunni) með co2 dæluna þá þarf ég stundum að gera þetta nokkru sinnum og ég heyri fljótt hvort það er að virka eða ekki. vona að þetta hjálpi eitthvað.
Það er betra að láta bununa koma yfir eða alveg í vatnsyfirborðinu en ekki nauðsynlegt ef sæmileg hreyfing er á yfirborðið.
Varðandi loftið, getur verið að slöngurnar séu óþarflega langar hjá þér og loftið safnist í beygjurnar ? Reyndar er líklegt að dælan dragi einhverstaðar inn loft ef það sést loft í slöngunum.
ég færði dæluna aðeins og pumpaði soldið hressilega og nú sé ég hreyfingu á yfirborðinu...læt þetta ganga smá og stytti þá slöngurnar ef þetta virkar ekki
Þú verður að að að ýta á svarta takkan ofaná dæluni áður en þu setur hana i gang til að fylla hana að vatni bara að pumpa eins mikið og hægt er.Ég seldi þer dæluna og það var allt i lagi með hana þegar þu fekkst hana það er lika gott að lesa bækklingin sem fylgdi dæluni
ég misskyldi þennan bækling eitthvað og setti hana í gang og pumpaði svo en núna er farið að flæða og vona að það haldist núna
ætti að gera það allavega
efsti filterinn sem ég setti í dæluna var eitthvað að stríða mér og hefur stíflað eitthvað og þetta er komið núna að ég held. allavega mikill kraftur úr henni