
Þessi þráður verður um búrið frá því þegar ég fékk það fyrst og þangað til það verður full klárað

Fyrst þegar ég fékk búrið í mínar hendur var það bara ógeðslegt, það var bara virkilega ljótt og þessi standur undir búrið er eitthvað apparat frá helvítinu sjálfu


Svona mun búrið hafa litið út þegar ég kom með það heim og búinn að þrífa það smá

Hérna er ég búinn að koma því fyrir í bílskúr þar sem ég gat unnið í því

Það sérst á myndunum hversu ógeðslega ljótur málm kanturinn á búrinu var

Ekki gat ég nú hugsað mér að hafa búrið með þessum köntum á þannig að ég skellti mér til blikkara og lét hann útbúa nýa renninga fyrir mig úr riðfríu stáli

og þá ekkert annað að gera en að rífa þessa ljótu kanta sem fyrir voru af

og svo líma nýu fallegu stál listana á


og var búrið þá orðið langt um skárra í útliti

Og eins og sérst á myndunum þá er búrið borað á tvemur stöðum í botn plötunni, ég losaði rörin í burtu þegar ég var að þrífa búrið svo þegar ég setti rörin aftur í og setti vatn í búrið heyrði ég dá góðan smell og vass hljóð byrjaði að heyrast, þá hafði komið sprunga í botn plötuna þar sem seinni gatið var, þannig að ég tæmdi búrið og þurkaði það allrækilega og fjarðlægði svo rörirn og límdi gler plötu yfir hluta botnsins þar sem sprungan var
svo fljótlega seldi ég honum Varg sem flest allir hér á spjallinu vita hver er

Vargur setti upp þetta fínasta Ameríku búr

Eftir að ég sá búrið hjá honum uppsett sá ég strax eftir því að hafa selt það

Og eftir að hafa fengið enn meiri áhuga á fiskum heldur en bara skjaldböku m þá sé ég hvað ég hefði geta gert þetta búr flott en viti menn þá er búrið komið aftur til mín og draumurinn verður að veruleika

í gær sótti ég búrið og fór í það að þrífa það seinna um kvöldið, það var einhver ofur þörungur á bakhlitinni sem vildi ekki fara nema með því að nota hnífsblað (Verður að vera duglegri að þrífa bakhiðarnar hjá þér vargur


hérna er búrið komið inn til mín og situr það í forstofunni, hérna sérst glerplatan sem var límd í botnin

Svo þegar þrifunum var lokið, var teikniborðið dregið fram og byrjað að hanna nýa skápinn sem fer vonandi bráðlega í smíðir
Þannig að ef einhverjum vantar mjög ljótan stand undir eitthvað sem er 145*55 þá er þetta dæmi gefinns fyrir þann sem kemur að sækja það

Segjum þetta gott í bili og er ég þar með farinn að hanna lokið sem fer á búrið
