Brún skán

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Brún skán

Post by EiríkurArnar »

Það er alltaf að koma eitthvað nýtt sem ég þarf aðstoð með :D
Ég var að kaupa mér loftdælu á föstudaginn og setti hana í 120l búrið mitt og hef ekki verið með neitt annað en hreinsidæluna sem fylgir búrinu (Juwel búr). Held að þetta hafa ekki byrjað að myndast fyrr en ég fékk dæluna, en það er komin brún skán á flesta steina og ljós gulur sandur kominn með þetta líka. Gæti það verið eitthvað annað eða er of mikið súrefni í vatninu ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

þetta er þörungur. kemur í öll búr og allar þörungaætur borða hann.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

og kemur þetta bara svona allt í einu ?
ég er með einn gibba en þarf að fá mér þörungaætur
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

er eitthvað sem ég get gert þangað til ég redda mér þörungaætum ?
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

hvaða þörungaætur mælið þið með ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Sennilega eru skilirði extra góð fyrir þörunginn fyrst hann blossar svona upp, kannski er þörf á að huga að vatnsskipum.
Ancistur eru að mínu mati duglegastar að éta þennan þörung. Tvær svoleiðis ættu að ná að halda búrinu lausu við þetta.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég skipti um vatn á laugardaginn :(
getur það verið að það sé útaf loftdælunni ?
á 4 ancistrur þær eru ennþá svo littlar, gibbinn er greinilega ekki nógu duglegur.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er ekki útaf loftinu.

Litlar ankistrur ættu alveg að duga, nema búrið sé stórt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

búrið er 120l og ancistrurnar eru 2-3 cm
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Skelltu þér í Trítlu staðsett í Nethyl 2 og fáðu þér 1-2 stórar ancistrur, um 5-6cm kannski. Hvað er lengi kveikt á búrinu þínu yfir daginn?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ankistrurnar eru alveg nógu stórar í verkið - það tekur bara smá tíma, svo ættu þær að geta haldið þessu niðri.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

verða þær ekkert étnar ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það fer eftir íbúunum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

í búrinu eru núna 4 skalar, 3 svarttetrur(hvítar), 2 sverðdragarar, bardagakarl og kerla og einn marmaragibbi
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessir fiskar éta þær ekki.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

oki flott þá skelli ég þeim yfir :D

takk
Post Reply