sæl verið þið
Keypti mér fiðrildasíkliðupar um daginn, hængurinn hefur stækkað slatta síðan hann kom og uggarnir lengst og svona , hrygnan hefur hrygnt einu sinni eftir að hún kom í búrið.
vesenið er það að hængurnn virðist bara ekkert hrifinn af þessari hrygnu, hann er búinn að eigna sér botninn í búrinu og ef hún kemur nálægt botninum þá rekur hann hana bara burt. yfirráðasvæðið hans markast við toppinn á stórum steini sýnist mér, hann nennir amk ekki að elta hana lengra en þaðm hún hangir bara efst í búrinu og er frekar dökk á litinn meðan hann krúsar um eins og hann eigi heiminn.
er eitthvað sem ég get gert til þess að gera hann vinveittari hrygnunni, og jafnvel fá par útúr þessu?
hjúskaparvandræði
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli