Ég átti síðast fiska þegar ég var 11 ára (er 17 ára núna) og man bara ekkert hvernig þessi kvikindi virka, þannig að ef einhver getur gefið mér góð ráð væri það æðislegt.

Kallinn liggur svolítið mikið botninn og hreyfir sporðinn rosalega mikið en fer ekkert áfram, er það alveg eðlilegt eða?
Hef heyrt að maður sjái á kellunum að þær eigi von á seiðum þegar þær hafa dökkan blett við "rassinn" og mínar báðar eru þannig.. Þarf ég að pæla í því strax eða sést það á þeim þegar þær eru við það að gjóta (segir maður það?)?

Bara öll ráð sem þið getið gefið varðandi búrhreinsun, matargjöf og allt væri frábært..

Líka, ég ætla ekki að halda seiðunum, nema að það komi eitthvað afbragðsfallegt úr þeim.. Þannig að innan nokkurra mánuða ætti ég að hafa ágætt framboð af seiðum ef einhver hefur áhuga

Er að pæla í að reyna að fikkta eitthvað við ræktun á guppyunum þegar fjármunir leyfa fleiri og stærri búr

Kveðja,
Kanínan (Aka. Gunnsa)