Ljósmyndakeppni V

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Ljósmyndakeppni V

Post by Vargur »

Er nokkuð annað að gera en að virkja ljósmyndaáhugan hér á spjallinu,

Þátttakendur skulu senda mér myndir eða link á þær í einkapósti eða í tölvupósti á fiskaspjall@fiskaspjall.is fyrir 21. apríl.
Vinsamlega merkið póstinn Ljósmyndakeppni V ´07
Myndir skulu ekki vera stærri en 640x480.
Ég mun svo setja inn myndirnar nafnlaust þegar fresturinn er búinn.

Eins og vanalega má myndefnið vera hvað sem er fiskatengt, eina skilirðið er að viðkomandi hafi tekið myndina sjálfur.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Drífið nú upp vélarnar, það er von á veglegum verðlaunum frá Nýherja sem m.a. selur Canon myndavélarnar. :mynd:
Verður kynnt fljótlega.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Verst að ég er all talk og no show... Er sæmilega vel lesinn um allt tengt ljósmyndum og ljósmyndatöku, en svo þegar ég loksins tek myndir þá koma þær allar hálf klént út - sérstaklega fiskamyndirnar mínar.. "normal" myndir takast oft ágætlega.


Annars var verið að shippa 100mm f2.8 og 430ex flassið til mín - fæ þessi skemmtilegheit eftir helgi þannig að ég á eftir að taka helling af myndum á næstunni :)


IT'S ON!! :shock:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Farðu að læra ;)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Frí í kvöld. Svo byrja ég á morgun að læra fyrir seinasta prófið :góður:
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

segi það með þér ég hamast og hamast fyrir framan búrið og
ekkert gerist :lol: Gæti reyndar tengst því að ég á ekki almennilega myndavél :P

Neita bara að trúa því að það sé ÉG sem er að klúðra þessu :hehe:
Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Bara halda áfram að reyna stelpa.
Sjálf er ég búin að reyna hellingz en fæ bara lélegar. Ég þarf að fara að munda vélina aftur.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vegna þess hversu stutt er eftir að þessari keppni ætlum við að hafa þessi glæsilega verðlaun frá Nýherja í þeirri næstu.
Þá er bara að taka enn betri myndir næst og senda inn :mynd:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Jæja, þarf maður ekki að fara að finna mynd til að senda inn?
Ég er alveg að koma :wink:
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Heyrðu jú fjandinn, það fer hver að verða síðastur..

Best að taka nokkrar snöggvast og sjá hvort ég nái í einhvern winner :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það hefur eitthvað vesen verið með netfangið mitt undanfarna daga þannig ég vil biðja alla sem sent hafa mynd þangað að senda aftur til öryggis, best er reyndar að senda myndina eða link á hana í einkapósti hér á spjallinu.

Mikilvægt er að merkja póstinn Ljósmyndakeppni V svo ég eyði honum ekki óvart.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Enn séns að senda inn myndir. Set upp keppnina á morgun, sunnudag.
Post Reply