Tegunda vesen..

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
tyra
Posts: 7
Joined: 24 Jul 2008, 21:03

Tegunda vesen..

Post by tyra »

Góðan daginn,

Ég er með tvö 60 l. búr, og ég er ekki alveg viss hvaða tegundir ég ætla
að hafa í hverju búri... En eins og er, þá er ég með í öðru búrinu
5 skalla
5 guppy
1 brúsknef
1 plegga
1 pulcher kvk

3 af sköllunum eru svona frekar litlir, en tveir svona meðalstórir myndi ég segja.. Og eftir að ég fékk mér þá, hafa þónokkuð margir fiskar horfið. Eitt kvöldið var búið að slátra 7 guppu kvk hjá mér (búið að éta upp alla sporða á þeim), en þær voru frekar litlar þannig að ég hefði svosem alveg mátt sjá það fyrir. En núna eru 6 cardinal tetrur búnar að "gufa upp", þ.e.a.s. það eru engin hræ eða neitt sjáanlegt í búrinu.
Gætu þetta verið skallarnir eða pulcherinn?
Pulcherinn er voðalega protective þegar það kemur að hellinum hennar, en hef aldrei séð hana gera neitt nema bara að pikka í aðra fiska ef þeir koma nálægt hellinum.
En fyrstu vikurnar þá var hún alltaf frekar litdauf því hún hélt sig aðallega í hellinum, nú þegar allar tetrurnar eru farnar er hún farin að synda meira um með hinum fiskunum, og orðin rosalega falleg á litinn aftur.

Og svo er það annað..
Mig langar svolítið að setja tvö skallana (þessa stærstu) í hitt búrið mitt, þar er ég með
4 cardianl tetrur
6 glowlight
1 rauðan gúra
3 brúsknefja
og 1 tigris barba.

Hef heyrt misjafnt um hegðun tigris barbana, veit að þeir eru nartarar en hann hefur reyndar alveg látið gúbbana mína í friði (var með nokkra kalla), þannig var ég að spá í hvort þetta myndi ganga upp með skallana?

Hvernig finnst ykkur annars þessar samsetningar svona yfir höfuð annars? Allar ráðleggingar vel þegnar.
tyra
Posts: 7
Joined: 24 Jul 2008, 21:03

Post by tyra »

Image
Læt fylgja með mynd.. Frekar draslaralegt að sjá búrið reyndar
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

60L búr dugar ekki til lengdar fyrir einn skalla, hvað þá fimm stykki. Einfaldlega allt of lítið fyrir þá.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mundi frekar færa guppana í hitt búrið og hafa skalana og pulcer saman. (þangað til þeir vaxa upp úr búrinu)
tyra
Posts: 7
Joined: 24 Jul 2008, 21:03

Post by tyra »

Nei ég veit, ég er reyndar að fara að fjárfesta í miklu stærra búri á næstunni.. En þannig hefði ég viljað setja stærri skallana í hitt búrið, það er í raun meira pláss þar.
Post Reply