Já en ég rakst á annað videó sem er miklu grófari þar sem synt er þegar pirönur ráðast á sundfugla,krókodilsúnga og önnur dýr og gersamlega hakka þau i spað
Gat ekki annað séð en að það video væri tekið upp lika i þeirra náttúrulegu umhverfi. Svo þeir eru örugglega jafn hættulegir og af er látið.
Þetta eru meinlaus grey, en það fer eftir því hvenær maður fer í vatnið þeirra... Pirönur eru mis agressívar eftir seasoni. Yfirlætt ráðast þær heldur ekki á neitt nema það sé veikt fyrir eða þær eru svangar.
Leiðinlegri finnst mér svo myndböndin á youtube þar sem fólk er að gefa pirönunum sínum allan fjandan...
t.d. horfði ég á nokkur myndbönd í gær þar sem fólk gaf stóra silver arowönu, 18cm green terror og mýs... Ég sé litla ástæðu til að gefa pirönum lifandi fóður, mínar fá bara fisk og þvíumlíkt.
Ég held að fáir alvöru fiskamenn séu eitthvað að fóðra fiskana sína með músum osf, hálfhallærislega sick, barnalegt og svo náttúrulega hrikalegur sóðaskapur. Flestir gefa bara dautt fóður, fitulítið kjöt og fisk.
Ég gaf nú annað slagið Óskörum og piranah í minni umsjá pinkies sem
voru aflögu, þeir voru þegar búnir að tapa lífinu og ætlaðir sem fóður en stutt
í að þeir ,,runnu út", fannst það gáfulegra að fiskanir fengi bitann en að henda honum
(ekki ét ég þetta).
Pinkies eru það litlir að þeir gleypast í heilum bita, lítill sem
enginn sóðasapur af því, en haldiði að þetta sé óhollt fyrir fiskana?
Of feitt eða eitthvað? Óhófleg gjöf er ekki æskileg fyrir froskdýr
svo ég bara spyr (miðað við mjög hóflega gjöf, annan hvern mánuð einn á fisk eða svo)
P.s. er ekki alveg að skilja hvað svona pakk fær útúr því að horfa á fiskana
tæta skynlausar skepnur í sig lifandi
Lámark að leyfa fæðunni að deyja á mannúðlegan máta áður en hún er tætt í örendir.
Verður frekar íllt í hjartanu að horfa á svona villimensku
Ég held að "bleikir" í hófi séu mjög gott fóður fyrir fiska, fjðlbreytni er í flestum tilfellum góð og þarna er sjálfsagt slatti af vítamínum og steinefnum og enginn sóðaskapur.
Það væri frekar fyndið (?) ef hægt væri að labba inn í dýrabúð og kaupa dollu af "bleikum" líkt og mjölormum og slíku. Oooojjjj, sé þetta alveg fyrir mér í ísskápnum.