diskusar

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

diskusar

Post by Jaguarinn »

mig langar alveg rosalega í diskusa í 400l búrinu búnu en geta þeir verið með

1 Black Ghost

1 pleggi

5 akstrur

2 Red Belly Pacu

2 jaguar

2 oskar


en hvað þurfa diskusar anas stórt búr
:)
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

ég nokkuð viss um að þú þurfir að losa þig við þessa fiska ef þú ættlar að fá þér discusa......... en búrstærðin er að ég held 200l og það þurfa að ver a nokkrir í hóp.
kristinn.
-----------
215l
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég hef litla reynslu af diskusum en að mínu mati þá þurfa diskusar að vera með rólegum fiskum í búri, eins og t.d hópfiskum (tetrum) geta líka verið með litlum síklíðum eins og ramirezi og botnfiskum eins og corydoras t.d. Þeir eru bestir nokkrir saman og þurfa 110% góð vatnsskilyrði. Búr frá 240L og stærra er fínt undir diskus.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú verður að losa þig við amk pacuana, óskarana og jagúar ef þú ætlar að fá þér discusa. Þeir eru bestir amk 3-4 saman og þú ættir að geta verið með um 8stk í þessu búri og eitthvað smotterí með.


ps
nennirðu plíís að hætta að skrifa "akstrur".. Þetta heita ankistrur og það er líklega margur sem spyr sig hvurn fj. þú sért að tala um
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

:oops:
:)
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

keli wrote:Þú verður að losa þig við amk pacuana, óskarana og jagúar ef þú ætlar að fá þér discusa. Þeir eru bestir amk 3-4 saman og þú ættir að geta verið með um 8stk í þessu búri og eitthvað smotterí með.


ps
nennirðu plíís að hætta að skrifa "akstrur".. Þetta heita ankistrur og það er líklega margur sem spyr sig hvurn fj. þú sért að tala um
Engu við þetta að bæta, nema kannski að þú þarft að hafa hærra hitastig allavegana 28 gr.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Sammála kela

Mæli samt ekki að hafa 3 í búri, og helst ekki oddatölur, hefur allavegana ekki haft góð áhrif hjá mér
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

2 saman eða 5 eða fleiri
Post Reply