Hvernig passa þessir fiskar saman

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Askell
Posts: 4
Joined: 07 Feb 2009, 15:31

Hvernig passa þessir fiskar saman

Post by Askell »

Sælir kæru fiskunnendur
Núna er ég að setja upp mitt fyrsta fiskabúr og þarf að fara huga að því að fá fiska í það. Ég er með 120 lítra búr, vatnið í 26°C og sæmilega mikið af gróðri.
Hvernig haldiði að þessir tegundir myndu passa saman í þessu umhverfi:
Par af Siamese Fighting Fish, nokkra Emperor Tetrur, nokkra Black Ruby Barba og kannski einn Bushymouth Catfish.
Allar ábendingar vel þeignar og reynslusögur. Gott væri að vita hverju ég ætti að skipta út og kannski hugmyndir að fjölda fiska.
Með fyrirfram þökk,
Áskell Harðarson
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það er gott að vera með nokkrar kvk fyrir betta splendens kk.

Tetrur eru alltaf flottar, sérstaklega nokkrar saman (6+) og ganga með flest öllum fiskum.

Black ruby barbinn eru góðir nokkrir saman og ganga með fiskum sem eru ekki minni en þeir. Það er flott að hafa marga karl fiska saman, gullfallegir fiskar þegar þeir eru í stuði.

Og ancistrur eru nauðsynlegar í öll búr. Eru aðalega á botninum og éta fóðurleifar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

gott að hafa kannski aðra kellu með bardagafisknum
Askell
Posts: 4
Joined: 07 Feb 2009, 15:31

Post by Askell »

Lindared wrote: Black ruby barbinn eru góðir nokkrir saman og ganga með fiskum sem eru ekki minni en þeir. Það er flott að hafa marga karl fiska saman, gullfallegir fiskar þegar þeir eru í stuði.
en eru ekki tetrunar minni en barbinn?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Ég held að emperor tetran verður 4.2 cm en black ruby barbinn um 6cm.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Askell
Posts: 4
Joined: 07 Feb 2009, 15:31

Post by Askell »

Lindared wrote:Ég held að emperor tetran verður 4.2 cm en black ruby barbinn um 6cm.
þannig að ég ætti ekki að blanda þeim saman eða sleppur það?
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Þetta á ekki að vera vandamál.
Ace Ventura Islandicus
Post Reply