uppsetning sjávarbúrs
Moderators: keli, Squinchy, ulli
uppsetning sjávarbúrs
ég er með 400l búr sem ég ætla að gera að sjávarbúri.. þegar ég er búin að setja búrið upp, hitastig komið í 25gráður, seltan rétt og sandurinn kominn í og eitthvað af live rocki..skimmerinn og straumdælur í gangi.. hvað geri ég þá næst?? hvernig er með ljós? og já eitt enn varðandi hreinsibúnað þá fylgdi tunnudæla með búrinu..þetta er stór Rena dæla..stendur ekki á henni hvað hún dælir miklu en hún er mjög stór og á að vera öflug... inní henni eru 3 "fötur" 2 eru með svamp og hvítum stórum hringjum í(lítur út eins og keramik hringir en eru stærri og úr öðruvísi efni) og í efsta er filtervatt og pokar með einhverju svörtu í(grisjur með eins og svartri möl í). ég veit ekki almennilega hvað þetta er sem er í henni þess vegna spyr ég ykkur fiskasérfræðingana hvort þið kannist eitthvað við þetta sem ég er að tala um?? og líka hvað eigi að hafa í dælunni fyrir sjávarfiskabúr?