ég þreif sandinn í dag og skipti út ca 40% af vatni. Á eftir að setja meira vatn í búrið, vildi leyfa fiskunum aðeins að jafna sig á þessu brölti mínu því ég breytti aðeins í búrinu líka. Svo þegar ég ætlaði að fara að setja restina af vatninu í búrið sá ég að Fiðrildasiklíðurnar minar voru að hrygna. Greinilega ánægð með að fá nýtt vatn greyjin... En ég tók nokkrar myndir. En ég geri mér engar vonir um að eitthvað komi úr þessu......
Tjah seiðin virðast hafa verið frjóvguð þannig að ef þú átt laust búr þá geturðu tekið blaðið úr þessu búri og skellt í annað búr.
Fylltu hitt búrið með vatni úr aðalbúrinu og helst ekki taka egginu uppúr vatni (frekar fara bara með glas ofaní búrið, setja blaðið ofaní glas og svo glasið uppúr)
Svo geturðu sett loftstein nálægt (ekki á) eggjunum og bíður í 3 daga eftir að þau klekjast út - getur þá byrjað að klekja út artemíu og gefið hana eftir 2 daga
á ekki aukabúr, á ekki loftstein né loftdælu, enga artemíu þannig að þetta er dauðadæmt.
En langar að fá mér eitthvað smá aukabúr til að geta dundað við svona, en það verður aðeins að bíða. Fer suður í mai, þannig að það er spurning hvort maður plati kallinn til að splæsa í smá græjur