í tvö götin tengist eheim 2260 dæla, til að tengja hana hallast ég að:
1" bulkhead Sch 80 (t*t) http://www.savko.com/partlist.asp?pgid=2
á eftir bulkheadnum kæmi svo kúluloki (heitir það það?) - 1" single union ball valve http://www.savko.com/partlist.asp?pgid=2, ætti ég kanski að fá stærri loka? e.t.v. 1,5" þar sem að gatið í lokanum er talsvert minna en 1"?
Úr lokanum mundi ég svo tengja í dæluna og þaðan í co2 reactor og aftur upp í búrið, með sama loka og sama bulkhead til baka.
Get ég svo tengt lokann beint í bulkheadinn eða þarf að setja einhvern pvc stubb á milli?
Svo mundi ég hafa svipað setup fyrir eheim 2026 dælu nema nota 3/4" bulkheadda og loka, og svo mögulega 2 göt í viðbót fyrir fleira drasl.
Er til eitthvað svona dóterí t.d. í vatnsvirkjanum eða annars staðar? væri fínt að skoða þetta til að gera sér grein fyrir hvernig þetta passar allt saman áður en maður fer að panta svona. Best væri náttúrulega ef maður gæti fengið þetta hérlendis á sæmilegu verði.
Hvernig er það annars með allt þetta pvc dæmi og tengingar í kring um það, er þetta ekki allt í tommum? Þarf maður þá nokkuð að vera að hafa áhyggjur að drasl sem maður pantar frá usa passi ekki á dót héðan?
Vonandi að einhver geti skýrt þetta eitthvað fyrir mér, ég er alveg að verða ruglaður í kollinum við að skoða þetta
