Jæja ákvað að taka svolítið vel til í búrinu mínu í gær, gerði það svo flott fyrir svolitlu síðan og fék nýjar plöntur í það sem döfnuðu ekki betur en það að meiri hlutinn drapst og hvarf meiri segja Limnophila sessiliflora sem hefur dafnað eins og arfi í búrinu í langan tíma, hún var orðin svolítið vel ljót og laufblaðalaus þannig að ég klippti hana svolítið vel niður og hún þoldi það ekki þannig að sú flotta planta hvarf úr búrinu og finnst mér það hálf nakið án hennar hehe
En þar sem þetta fór svona með greyið plöntuna þá ákvað ég loksins að gera eitthvað í þessu búri og gera það flott aftur. Keypti mér flotta rót og tók ljótan kastala sem var orðinn vel upplitaður úr búrinu :S fannst hann vera orðinn svolítið þreyttur greyið. En með honum fór felustaður fyrir gibbann og gúramana sem vita örugglega ekkert hvað þeir eiga að gera
En langaði líka að koma með smá upptalningu á fiskum og plöntum sem eru í búrinu Fékk mér nýjar plöntur frá Andra Pogo í staðinn fyrir þær sem drápust hehe og er svona að bíða eftir að þær taki við sér
Síðan á ég gamla jaxla sem eru Vallisnerurnar sem hafa verið í búrinu nánast frá upphafi, síðan er kúluskíturinn nýr líka algjört krútt sem sú planta/þörungur er
Fiskar:
3x skalar
6x gúramar, bláir og gull
7x bandabarbar
5x gullbarbar
4x ancistrur
1x gibbi
3x yoyo bótíur
2x bentosa tetrur
4x neon tetrur
5x Harlequin Rasbora (Keilublettabarbi)
1x SAE
Plöntur:
Java mosi
Kúluskítur
Anubias nana
Cryptocoryne crispatula
Cryptocoryne 'petchii'
Vallisneria americana 'natans'
Vallisneria americana ''mini twister''
Vallisneria americana (gigantea)
Svo ein planta sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir :S stakk henni ofan í mölina þegar ég fékk hana en henni líkaði ekkert við það :S varð bara ljót, þannig að ég er að gera tilraun með hvort þetta sé einhversskonar "steina" planta og festi hana því við rótina
Ekki má svo gleyma smá myndum
180L búrið - nýjar myndir
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
180L búrið - nýjar myndir
Last edited by Sirius Black on 18 Feb 2009, 18:07, edited 1 time in total.
200L Green terror búr
- kiddicool98
- Posts: 907
- Joined: 04 Sep 2008, 16:13
- Location: 104 rvk
- Contact:
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Fékk þessar í dýrabúð sem hét Gæludýr og Hestar og var á granda, en hún fór á hausinn held ég :S eða allavega hætti. En þetta fæst oft í dýrabúðum hjá fiskavörunum en kannski ekki alltaf til. Finnst þetta nefnilega gera búrið svolítið flott svona náttúrulegtRagnarvil wrote:Kókoshneturnar eða þetta brúna sem er eins og hellir hvar fær maður þannig? Þetta lítur mjög vel út hjá þér.
En takk allir búrið alltaf í vinnslu hehe geri það alltaf geðveikt flott en svo fer það í rugl og þá þarf ég að byrja upp á nýtt hehe Keypti meiri segja eina plöntu í dag og svo 5 litla barba í viðbót
Allavega stóð á plöntunni að þetta væri Hottonia inflata, en finn eiginlega ekkert um hana :S er t.d ekki til á tropica.com :S En jæja vonandi lifir hún eitthvað hehe
200L Green terror búr