180L búrið - nýjar myndir

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

180L búrið - nýjar myndir

Post by Sirius Black »

Jæja ákvað að taka svolítið vel til í búrinu mínu í gær, gerði það svo flott fyrir svolitlu síðan og fék nýjar plöntur í það sem döfnuðu ekki betur en það að meiri hlutinn drapst og hvarf :x meiri segja Limnophila sessiliflora sem hefur dafnað eins og arfi í búrinu í langan tíma, hún var orðin svolítið vel ljót og laufblaðalaus þannig að ég klippti hana svolítið vel niður og hún þoldi það ekki :( þannig að sú flotta planta hvarf úr búrinu og finnst mér það hálf nakið án hennar hehe :P
En þar sem þetta fór svona með greyið plöntuna þá ákvað ég loksins að gera eitthvað í þessu búri og gera það flott aftur. Keypti mér flotta rót og tók ljótan kastala sem var orðinn vel upplitaður úr búrinu :S fannst hann vera orðinn svolítið þreyttur greyið. En með honum fór felustaður fyrir gibbann og gúramana sem vita örugglega ekkert hvað þeir eiga að gera :P

En langaði líka að koma með smá upptalningu á fiskum og plöntum sem eru í búrinu :) Fékk mér nýjar plöntur frá Andra Pogo í staðinn fyrir þær sem drápust hehe :P og er svona að bíða eftir að þær taki við sér :)
Síðan á ég gamla jaxla sem eru Vallisnerurnar sem hafa verið í búrinu nánast frá upphafi, síðan er kúluskíturinn nýr líka :D algjört krútt sem sú planta/þörungur er :P

Fiskar:
3x skalar
6x gúramar, bláir og gull
7x bandabarbar
5x gullbarbar
4x ancistrur
1x gibbi
3x yoyo bótíur
2x bentosa tetrur
4x neon tetrur
5x Harlequin Rasbora (Keilublettabarbi)
1x SAE

Plöntur:
Java mosi
Kúluskítur
Anubias nana
Cryptocoryne crispatula
Cryptocoryne 'petchii'
Vallisneria americana 'natans'
Vallisneria americana ''mini twister''
Vallisneria americana (gigantea)
Svo ein planta sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir :S stakk henni ofan í mölina þegar ég fékk hana en henni líkaði ekkert við það :S varð bara ljót, þannig að ég er að gera tilraun með hvort þetta sé einhversskonar "steina" planta og festi hana því við rótina :P

Ekki má svo gleyma smá myndum
Image

Image

Image

Image
Last edited by Sirius Black on 18 Feb 2009, 18:07, edited 1 time in total.
200L Green terror búr
User avatar
Kolli93
Posts: 82
Joined: 19 Jan 2008, 21:04

Post by Kolli93 »

geggjaðar myndir flottur skalli :)
1x270l búr
1x30l búr
2x yellow lab
2x acey mapanga
2x demosoni
1x moori
1x ahli
2x anokara ob
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Mjög huggulegt búr.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Stílhreint og flott uppsetning hjá þér.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

mjög smart :!:
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

djöfull er þetta töff búr!vona að ég geti einhvern tíman gert mín búr svona töff :)
kristinn.
-----------
215l
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Kókoshneturnar eða þetta brúna sem er eins og hellir hvar fær maður þannig? Þetta lítur mjög vel út hjá þér.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ragnarvil wrote:Kókoshneturnar eða þetta brúna sem er eins og hellir hvar fær maður þannig? Þetta lítur mjög vel út hjá þér.
Fékk þessar í dýrabúð sem hét Gæludýr og Hestar og var á granda, en hún fór á hausinn held ég :S eða allavega hætti. En þetta fæst oft í dýrabúðum hjá fiskavörunum :) en kannski ekki alltaf til. Finnst þetta nefnilega gera búrið svolítið flott :) svona náttúrulegt :)

En takk allir :) búrið alltaf í vinnslu hehe :P geri það alltaf geðveikt flott en svo fer það í rugl og þá þarf ég að byrja upp á nýtt hehe :P Keypti meiri segja eina plöntu í dag og svo 5 litla barba í viðbót :)
Allavega stóð á plöntunni að þetta væri Hottonia inflata, en finn eiginlega ekkert um hana :S er t.d ekki til á tropica.com :S En jæja vonandi lifir hún eitthvað hehe :P
200L Green terror búr
Post Reply