Stutt myndband diskusum

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Stutt myndband diskusum

Post by Tommi »

Mér datt í hug að setja inn myndband á youtube sem ég tók fyrir um 6 árum síðan þegar ég var að rækta diskusa. Ég ræktaði seiðin í gróðurbúri sem er kannski ekki venjuleg aðferð, en mér fannst það mun skemmtilegra heldur en að rækta þau í "barebottom" búri. Á myndbandinu sést hvað diskusa seiðin voru samheldin og syntu um í þéttum torfum. Búrið er 120L og mig mynnir að þarna hafi verið um 100 diskusar :)

http://www.youtube.com/watch?v=Z6n1iu2hAbI
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Þetta er bara glæsilegt :) Komust þau öll á "legg"?
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Brilliant hjá þér, þetta er helvítis hellingur. Er þetta allt úr einni hrygningu?
Tommi
Posts: 50
Joined: 16 May 2007, 10:16
Location: Grindavík

Post by Tommi »

Það komust ekki öll seiðin á legg. Ég held ég hafi drepið 20-30% af seiðunum vegna útlitsgalla og vegna þess að sum þeirra uxu mjög hægt. Maður verður jú að gera það sem náttúran myndi annars gera til veikja ekki stofninn.

Megnið af seiðunum var úr einni hrygningu frá red turquoise pari, en nokkur seiði voru frá red truquoise hrygnu og Pigeon blood hæng. þau seiði voru ljós gul og ekki sérstaklega falleg.
Post Reply