Þrif á sýktu búri.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Marri
Posts: 8
Joined: 07 Feb 2009, 21:52

Þrif á sýktu búri.

Post by Marri »

Var að fá 40L búr sem var áður gullfiskabúr, þeir drápust allir úr veiki sem lýsti sér í rauðum blettum.

Spurningin er þessi, hvernig er best að þrífa sand,búr og dælu svo sýkingin flytjist ekki áfram?
Búrið er búið að vera í geymslu í þónokkra mánuði.

Allavega þá sauð ég steinana, þreif búrið að innan með heitu vatni og skolaði dælurnar. Setti svo vatnið sem var tekið úr 80L búrinu þegar ég skipti út vatni yfir í nýja, og svo kranavatn til að fylla afganginn.
Ég þori bara ekki að setja saklausa fiska í búrið fyrr en ég veit að það er óhætt, öll hjálp vel þegin.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ef búrið er búið að vera í geymslu svo lengi og þú búinn að þrífa það svona vel myndi ég persónulega ekki hafa áhyggjur, en kannski einhver annar komi með aðra skoðun á þessu ?
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að það þurfi engar áhyggjur að hafa af þessu, "sýkingin" var líklega bara ammoník eitrun sem kemur til vegna þess að fyrri eigandi búrsins var ekki mikið að hugsa um heilsu fiskana og trassaði vatnskitpti þannig að eiturefni söfnuðust upp í vatninu og drápu á endanum fiskana.
Marri
Posts: 8
Joined: 07 Feb 2009, 21:52

Post by Marri »

frábært, þá get ég farið að kasta þessum kasóléttu platy kerlingum sem ég fékk hjá vargi útí.
Post Reply