Ég fékk nýlega java mosa frá kunningja mínum, en með honum komu nokkrir agnarsmáir sniglar sem núna eru búnir að fjölga sér það mikið að það er hrein og bein sjónmengun að horfa á búrið núna!...
Getur einhver gefið mér ráð hvernig ég geti losað mig við þá? ég hef engan áhuga á að setja nein efni í búrið, þar sem þetta er seiðabúr og ég hætti ekki á að skaða seiðin.
Hjálp!
Vantar hjálp, litlir sniglar í búrinu mínu!
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Vantar hjálp, litlir sniglar í búrinu mínu!
85 L
50 L
30 L
25 L
50 L
30 L
25 L
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
ég gef reglulega gúrku í gróðurbúrið mitt en ég get ekki séð að sniglarnir sæki eitthvað frekar í hana en annan gróður. eina sem ég get ráðlagt þér þar sem þú getur varla sett bótíu í seiðabúrið að bara fara með hendina ofaní búrið og kremja kvikindin. ég drap um 20 stykki í kvöld og geri það daglega!
ef þú ert með sand/möl í búrinu þá þyrftir þú að tæma búrið, sótthreinsa það og sjóða sandinn, sniglarnir lifa í honum og í öllum gróðri.

Það getur verið afar erfitt að losna alveg við snigla þegar þeir koma upp í búri hjá manni án þess að rífa búrið niður og sjóða allt. Hinsvegar er hægt að halda fjöldanum í þolanlegri tölu með því að vera duglegur að kremja snigla á glerinu (fiskarnir éta kremjuna svo) og passa sig að gefa ekki of mikið. Meiri matur = meiri sniglar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net