Losna við snigla

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Losna við snigla

Post by Melur »

Góðan dag.

Ég er með nokkur fiskabúr, þar af eitt 100L með 20-30 Gúbbí fiskum.
En þeir eru alls ekki einu lífverurnar í búrinu, heldur eru hundruð snigla af þremur tegundum.


Ein sniglategundin er lík þessari hérna:
Image
Þeir fara hátt og lágt um búrið: Borða þörunga af glerinu eða hanga á plöntum og flotgróðri. Ég hef líka séð þá fljóta beint upp stundum.
Þessi tegund hefur líklegast komið með gróðri sem ég hef fengið.

Hin tegundin lítur einhvernvegin svona út:
Image
Þeir hanga mest á botninum. Grafa sig ofan í sandmölina og koma svo uppúr ef það er æti að finna eða silast um steina og annað dót.
Ég fékk þessa í dýraríkinu þegar mér fannst of lítið líf vera í búrinu mínu.

Svo er líka þriðja tegundin, sem kom örugglega líka með einhverjum gróðrinum, en er nánast útdauð.
Hún lítur einhvernvegin svona:
Image


En það er of mikið af þeim í búrinu mínu... Þeir sækja á plönturnar, kannski helst fyrsta tegundin. Og ég met plönturnar næstum jafn mikið og fiskana, svo það gengur ekki. Ég vil helst komast hjá því að taka alla sandmölina uppúr og sjóða hana, eða setja eitthvert eitur út í.

Ég hef heyrt af nokkrum aðferðum og vildi vita hvað virkar best...
Þ. e. setja gúrku í búrið og taka hana svo úr þegar sniglarnir safnast á hana.
Eða þá kaupa sér önnur dýr sem éta snigla. Þá jafnvel kaupa eplasnigla... Það væri gaman að eiga þá og það er auðvelt eiga við þá ef með þarf. :)


Hvaða aðferð mælið þið með til að losa við snigla?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er hrifnastur af því að setja Bótíur í búrin, þær halda sniglunum niðri og eru auk þess skemmtilegir fiskar. Trúðabótiur, Botia Histrionica og Yo-yo bótiur td. eru friðsamar og henta í blönduð búr. Yo-yo bótiurnar eru kannski besti kosturinn með smáfiskum vegna þess að þær eru í minni kantinum.
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Ég á við þetta vandamál að striða lika en ég dæli þeim upp við hvert vatnaskipti hjá mér og held þeim niðri þannig annars er baráttan nánast vonlaus er með þrjár Bótiur lika til að narta i sniglana. :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Post by Melur »

Já þessar bótíur hljóma ágætlega, það væri gaman að skella nokkrum þannig í búrið. :)
Annars þá ætla ég að prófa gúrku-aðferðina fyrst og sjá hvort ég get haldið fjöldanum niðri. Maður losnar samt örugglega aldrei alveg við þá nema sjóða sandinn...
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Post by Ólafur »

Það er ekki nóg að sjóða sandin þú verður að taka gróðurin, aukahlutina og dælubúnaðin allan og þrifa það.
Bótiur eru að sjálfum sér engin lausn en til bóta.

Ég held að það þurfi að hella klór i vatnið til að drepa þennan ófögnuð en sú aðgerð er örugglega mjög vandmeðfarin og ekki nema á færi færustu sérfræðinga :)
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Rosalega hef ég verið heppin með mína bótíur :) var með tvær svoleiðis í 180L búri sem var fullt af sniglum, eftir nokkrar vikur vorur allir sniglar horfnir og hef ég ekkert séð þá nema nokkra í tunnudælunni þegar ég hef verið að þrífa hana :) og held ég að það sé bótíunum að þakka :D
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég fékk mér bótíu í 100L búrið mitt, það var allt morandi í sniglum. Á 2-3 vikum voru þeir horfnir og bótían búin að fitna helling.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Lindared wrote:ég fékk mér bótíu í 100L búrið mitt, það var allt morandi í sniglum. Á 2-3 vikum voru þeir horfnir og bótían búin að fitna helling.
Það einmitt gerðist hjá systur minni :P það var allt morandi í sniglum þannig að hún fékk sér eina bótíu, fyrst held ég að hún hafi varla fattað að borða sniglana sem voru, þar sem hún horaðist bara niður og var orðin eins og lifandi beinagrind :S vorum bara að bíða eftir að hún dæi, svo held ég að hún hafi farið að borða snigla og braggaðist alveg helling á bara um tveimur vikum og orðin feit og mikið stærri :P En hún náði reyndar ekki að borða alla og eyða þeim, held að það hafi bara verið of mikið og hún ekki haft undan :P
200L Green terror búr
User avatar
Sendibill
Posts: 191
Joined: 08 Feb 2008, 01:04
Location: Reykjavik
Contact:

Post by Sendibill »

Við Pípó keyptum okkur sitthvora lúkuna úr sama búrinu af Java mosa fyrir um ári síðan. Búrið hans fylltist af sniglum en ég varð ekki var við eitt einasta kvikindi.

Ég hallast helst að því að hann var með Gubby en ég með Afríku-Sikliður sem ég gruna um að hafa étið helvítis kvikindin.
Hlynur Jón Michelsen
Sendibill.com
Mörðurinn
Posts: 133
Joined: 25 Feb 2009, 17:19

Post by Mörðurinn »

Þessir eru svaðalega skemtilegir:

http://www.loaches.com/species-index/ph ... age_medium
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

Sendibill wrote:Við Pípó keyptum okkur sitthvora lúkuna úr sama búrinu af Java mosa fyrir um ári síðan. Búrið hans fylltist af sniglum en ég varð ekki var við eitt einasta kvikindi.

Ég hallast helst að því að hann var með Gubby en ég með Afríku-Sikliður sem ég gruna um að hafa étið helvítis kvikindin.
haha það er egilega bara mjög líklegt, sérstaklega ef sniglarnir voru litlir
-Andri
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Post by Melur »

Þakkið ykkur fyrir góðar ráð.

Ein bótía væri mjög spennandi, en ég býst ekki við því að hún nái að klára alla sniglana, sérstaklega þar sem það eru þrjár tegundir af þeim.

Ég held ég fari bara í klikkaða pakkann... Taka alla fiskana úr, setja plönturnar í einangrun, þrífa dæluna og sjóða sandinn.
Ekkert smá, en ég vona að ég hafi tíma í páskafríinu. Eðlan mín verður þá bara að hanga í potti á meðan hreingerningarnar eru eða eitthvað svoleiðis. :)

Svo hlakka ég líka til að fá mér anchistrur sem geta tekið við af sniglunum við að hreinsa búrið :)
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

ég brít skelina með fingrunum og hendi þeim svo aftur útí og fiskarnir éta þá,en ég held samt að þú losnir ekki við þá alla þannig.
kristinn.
-----------
215l
Post Reply