Þessar bökur eru orðnar sirka 9 ára gamlar. Í denn tókst mér að hafa fiska með þeim en þeir fóru svo að tína tölunni þegar bökunar stækkuðu. Ég hef verið að prófa að henda einum og einum fisk í búrið með þeim og þeir hafa farið nokkuð fljótt. En það var áður en ég lagði kaup á stóra tunnudælu og bætti við nokkrum felustöðum. Mín kenning er sú að ef vatnið er þokkalegt og nokkrir felustaðir verði þetta í lagi. Hef trölla trú á convict.
Takk fyrir hrósin.
Á botninum er ég með gegnheilar steinflísar. Stóra skjaldbakan fór að borða steinana eftir síðasta varp (sennilega vantaði hana kalk) svo ég fjarlægði þá og setti flísar í staðin. Málin á búrinu eru 40 dýpt 50 hæð og lengd 140, það er heimasmíðað. Landið er utanályggjandi svo ég get fyllt búrið af vatni.
Mynd af landinu
Laglegt land , mæli með að setja Uvb peru yfir landið þar sem það hefur meiri áhrif heldur en yfir vatninu þar sem Vatn stoppar Uvb geisla eftir nokkra cm