Að lappa upp á gamalt búr?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Að lappa upp á gamalt búr?

Post by Birkir »

Var að áskotnast gamla búrið mitt.
Sílikonið er fínt og það lekur ekki.
Hins vegar eru rammarnir farnir að flagna og jafnvel ryðga.
Hvernig á ég að bera mig að og hvaða dót á ég að nota til að sjæna þetta upp og gera ready fyrir uppsetningu?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég myndi bara reyna að pússa mesta ryðið af og gluða svo Hammerite á rammann.... efast þó ekki um að hér séu margir með betri ráð, alltaf einvher að gera upp búr.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eða bara rífa ramman af, kannski er búrið bara betra þannig. Einnig er hægt að kaupa snyrtilegan stál ramma eins og er á 500 l búrinu hjá Squincy.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Hvernig bursta/pappír er best að nota til að pússa upp járnrammana og jafna flötinn áður en ég mála?
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

er ekki einfaldast og nota bara stálull á svona... það á að gera
góða hluti... það er meira að segja til grófur svampur með
einhverri sérstakri sápu í fyrir stál, man bara ekki alveg hvað
það heitir en það á að fást í öllum "betri" matvöru- og heimilisverslunum...
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

stálull virðist vera málið fyrir allt, járn og gler. ég fer í þetta um leið og prófin eru búin, þ.e.a.s. 10 maí.

Öll tipps um þrif á gleri og fleiri praktísk atriði, vel þegin.


B
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ef það eru einhver óhreinindi á gleri þá er það bara rakvélarblað og heitt vatn!..
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ætla að byrja a þessu i dag, þannig að öll rað ef þið lumið a einhverju fleira en aður hefur komið fram herna, endilega deilið þvi með mer.

hvernig malningu a eg ad nota, t.d.? aetla ad mala rammann svartann.

varðandi að setja nyjan stalramma eins og professor squinchy, þa bara kann eg ekkert a slikt og ætla þvi ad pussa niður gamla rammann og mala upp a nytt.

galið?
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég keypti Hemnes skúffu/skenk í Ikea í gær.
Image
Flatarmállega passar hann undir 112l búrið en ég er að velta því fyrir mér hvort hann þoli þyngslin.
Búrið er heimasmíðað og því þyngra en Juwel og önnur verksmiðjuframleidd búr.

Ég er að spá, ætti ég að fá mér plötu sem ég einfaldlega legg ofan á Hemnesinn eða ætti ég að styrkja hann?

Heldur kvikindið?
Post Reply