Vantar leiðbeiningar og aðstoð. Guppy í 200ltr búri.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
gullli
Posts: 2
Joined: 07 Mar 2009, 18:22

Vantar leiðbeiningar og aðstoð. Guppy í 200ltr búri.

Post by gullli »

Góðan daginn.

Ég er að vesenast með 200ltr búr sem inniheldur að mestu guppy (ca 20 stk, +/- 5). Langar að leita til ykkar sem meira vitið og eruð mér fróðari :)

Ég var að óska eftir tunnudælu hérna á spjallinu, er núna með dælu sem er ofan í búrinu, dælir 400ltr/klst. (er það kannski nóg?). Það er enginn hitari í búrinu, en ég óskaði einnig eftir svoleiðis því við hver vatnsskipti lækkar hitastigið svo mikið og er lengi að ná því upp aftur. (fiskarnir eru samt hraustir og er búinn að fá einhver got, ca 40-50 seiði sem voru ekki étin.)

Ég hef skipt um ca. 1/3 af vatninu 1x í viku (set kalt kranavatn útí því ég veit ekki hvort það sé óhætt að setja heitavatnið hérna með (er við Hellu)).

Núna upp á síðkastið hefur vatnið í búrinu orðið ansi gruggugt og finnst mér það lítið batna á milli vatnsskipta. Þetta er væntanlega einhver þörungur eða slíkt því ég gætti mín ekki á því að sólarljós hefur skinið á búrið af og til. Úr því hefur þó verið bætt núna.

Ég er með nokkrar spurningar varðandi þetta búr:

- Ef ég er með tunnudælu, hreinsar hún vatnið betur svo að "gruggið" minnkar (ásamt því að ég hindra sólarljósið).

- Er mér óhætt að setja hitaveituvatn í búrið, eða borgar sig að vera með hitara og setja bara kalt vatn (eins og ég hef alltaf gert hingað til).

- Er með tvær kerlingar sem eru duglegar að verða bústnar ("óléttar"), en ég er ekki viss hvenær þær gjóta - hvað er óhætt að hafa þær lengi í svona "fljótandi fæðingardeild" (það er svo lítið sundpláss finnst mér, hvort það sé í lagi?). Er svo með 30 ltr búr sem ég ætla að nota til að ala seiðin upp.

- Má skipta um meira en 1/3 af vatninu vikulega, hefur það kannski ekkert upp á sig?

Með von um góð viðbrögð.

Mbk.
Gulli.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Það er nátturlega betra að hafa tunnudælu og getur ábyggilega þrifið betur vatnið en dælan sem þu er með nuna og hun er of litil í þetta búr og heitt kranavatn er í finulagi og ja hafþu hitara guppy vilja um 25gráðuheittvatn og ég held að það sé hægt að setja þær í þegar að það er um vika áður en þær gjóti. Það er er gott að skipta um 30% af vatninu á viku.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Re: Vantar leiðbeiningar og aðstoð. Guppy í 200ltr búri.

Post by Elma »

gullli wrote: Ég hef skipt um ca. 1/3 af vatninu 1x í viku (set kalt kranavatn útí því ég veit ekki hvort það sé óhætt að setja heitavatnið hérna með (er við Hellu)).

Ég er með nokkrar spurningar varðandi þetta búr:


- Er mér óhætt að setja hitaveituvatn í búrið, eða borgar sig að vera með hitara og setja bara kalt vatn (eins og ég hef alltaf gert hingað til).


- Má skipta um meira en 1/3 af vatninu vikulega, hefur það kannski ekkert upp á sig?

Með von um góð viðbrögð.

Mbk.
Gulli.
Það má setja hitaveituvatn i búrið, alls ekki setja kalt vatn í búrið, fiskarnir gætu auðveldlega fengið hvítblettaveiki. Settu bara volgt vatn í búrið, 25 gráður. Þú mátt taka eins mikið og þú vilt og eins oft og þú vilt af vatni. Þegar eg skipti um vatn þá tek ég allt að 50-80% í hvert sinn, á viku til 2ja vikna fresti.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply