Page 1 of 1

Saltvatnsbúr.

Posted: 07 Mar 2009, 19:39
by ibbman
Sæl veriði, ég var að spá í hvort að einhver hér getur sagt mér hverjir kostir og gallar saltvatnsbúrs er ?

Hversu mikið vesen er að vera með saltvatnið miðavið ferskvatnið ?

Endilega komið með reynslusögur.

Kveðja, Ívar.

Posted: 07 Mar 2009, 20:11
by Squinchy
Kostir:
Fáranlega flott ef vel uppsett
Fjölbreyttar lífverur
Kórallar
Mjög ávanabindandi
spennandi búnaður
Fallegir og litríkir fiskar
Mikil litadýrð

Gallar:
Þarft að halda stöðugu seltu stigi
regluleg vatnskipti og enginn sauðskapur með það!
mæla reglulega vatnið

Saltvatns búrið þurfa meira viðhald heldur en ferskvatns búrið, sérstaklega ef þú hefur ekki góðan búnað sem sér um það fyrir þig að mestu leiti, þýðir ekki að láta saltvatns búr í friði í viku og ekkert koma nálægt því

Þarft að bæta ferskuvatni í það daglega (Nema þú sért með mjög þétt lok sem minnkar uppgufun, sem minnkar þá súrefnis upptöku líka sem er ekki gott), eða fá þér búnað sem bætir vatni í sjálfkrafa

Þarft að kanna seltuna 2 - 3 hvern dag

Getur gert eins og ég þegar ég byrjaði í saltinu
Starta litlu búri (50 - 70 lítra), fá þér 2 trúða fiska og kanski yellow tail dampsel og kanski nokkra auðvelda kóralla og prófað þig áfram, munt ekki sjá eftir því!

Ég var með mitt 54L búr í eitt ár og uppfærði síðan í 125 lítra búr sem ég er með núna og 250 lítra á teikniborðinu

Posted: 08 Mar 2009, 05:32
by ibbman
Takk fyrir góð svör Squinchy, svaraðir öllum mínum spurningum