60L búrið mitt

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

60L búrið mitt

Post by Sirius Black »

Ákvað að koma með smá fréttir af 60L búrinu mínu sem ég var að setja upp. Ætlaði að hafa það sem gróðurbúr með einhverjum litlum sætum fiskum en miðað við íbúana núna þá veit ég ekki hvort það endist lengi að hafa gróður og fínerí í því :P En ég og kærastinn fórum í dýragarðinn í gær og féllum fyrir litlum óskurum sem þar voru, okkur fannst þeir svo óvenjulegir á litinn en þetta er villta litafbrigðið. Við ákváðum að sofa á þessu um nóttina en kærastinn fór svo í morgun að kaupa þá og kom heim með tvö stykki þar sem það er víst betra, annars verða þeir einmana, og sérstaklega þar sem þeir verða líklega einir í búrinu bara :) og áður en einhver fer að segja að þetta sé lítið búr þá veit ég það :) spurði þá í búðinni og þeir sögðu að þetta myndi duga í svona hálft ár :P en stærra búr er á döfinni í sumar vonandi :D þannig að þeir fá stærra búr.

Plöntur:
Vallisneria americana 'natans'
Vallisneria americana ''mini twister''
Vallisneria americana (gigantea)
Sverðplöntur
Hottonia inflata
Cabomba (þessi eina sanna loksins :P)

Síðan íbúar:
2x litlir óskarar
1x ancistra til að þrífa :)

Dæla er Rena filtstar iV2 sem er fyrir allt upp í 75L og dælir 300L/klst þannig að ég verð að vera dugleg að skipta um vatn í búrinu vegna subbufiskanna :P svo er hitari sem fylgdi búrinu :)

Hérna kemur svo heildarmynd af búrinu

Image
Sést einn óskari þarna fyrir ofan kókoshnetuna (hliðina á cabombunni), þannig að þeir eru ekki stórir eins og er :)

Image
Hérna sjást félagarnir, synda alltaf saman :D

Image

Image

Image

Image

Afsakið myndgæðin, rosalega grófar myndirnar :oops: en varð bara að monta mig smá, er svo ánægð með þá :D
200L Green terror búr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Fallegir og vel uppsett búr, ég féll fyrir firemouth úr sama búri.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Fallegir fiskar en það er mjög líklegt að liturinn breytist með aldrinum.
6 mánuðir í þessu búri er svona í bjartsýnari kantinum, 3-4 held ég að sé max en það er bara gaman að þurfa stærra búr.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Vargur wrote:Fallegir fiskar en það er mjög líklegt að liturinn breytist með aldrinum.
6 mánuðir í þessu búri er svona í bjartsýnari kantinum, 3-4 held ég að sé max en það er bara gaman að þurfa stærra búr.
Já þeir sögðu það einmitt með litinn :P að mynstrið yrði ekki eins flott með aldrinum :P sem sé myndi teygjast svo mikið úr því. En já alltaf gaman að þurfa stærra búr 8) þarf að fara að finna pláss fyrir það samt :roll: :P
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ótrúlega flottir. Sá þá einmitt í dýragarðinum um daginn. Til hamingju með þá.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

geggjaðir. væri til í svona
Ekkert - retired
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

ótúlega kósí búr. það mun taka sig vel út sem gróðurbúr eftir nokkra mánuði.
-Andri
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

þetta er flott búr hjá þér
:)
User avatar
alexus
Posts: 84
Joined: 18 Dec 2007, 23:18
Location: Reykjavík,104

:)

Post by alexus »

vá geðveikt flott heildarmyndin af búrinu hélt þetta væri auglýsing eða eitthvað :)
"Mörkin milli geðveiki og snilldar verða bara mæld með árangri....."
110L
60L
54L
25L
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ekki svo mikið að gerast í búrinu, búin samt að bæta við nokkrum plöntum og svo fer bráðum CO2 kerfi í það og búin að kaupa næringu fyrir plönturnar :) þannig að vonandi fara þær að spretta á fullu. Er búin að færa 6 bandabarba, 4 Harlequin rasborur og 3 neon tetrur yfir í það og þeir una sér vel þarna.

Ákvað að skella svo einni heildarmynd af búrinu inn :), ætla að taka það fram að óskararnir eru ekki þarna lengur :P komumst að því að þeir voru að áreita litlu fiskana á nóttunni en létu eins og lömb á daginn þegar við sáum til :P þannig að þeir fengu ferð í stóra búrið.

Image

Kem svo með fleiri myndir seinna :), eitthvað lyf í búrinu núna sem litar vatnið svo að ekki er hægt að mynda það neitt eins og er :P
200L Green terror búr
Post Reply