Ég er með skjaldbökubúr. Sirka 260 lítrar, með fluval 404 tunnudælu með keramik hringjum, kolum, venjulegum svamp og svo þessum sem er einsog koddafylling. Ég er ný farinn að vera með fiska með þeim og þeim heilsast vel. Mig langar að halda gæðum á vatninu sem bestu og því spyr ég vitrari og reyndari menn. Hvernig á ég að haga vatnaskipptum, þrifum á tunnudælu, á ég að skippta reglulega um svampa, keramikhringi og kolin? Hvaða próf ætti ég að kaupa fyrir vatnið?
Fiskarnir sem eru í búrinu eru; 2 blá gúramar og Convict par. Skjaldbökunar eru tvær önnur er sirka 20 cm en hin er töluvert minni.
Myndir af búri og íbúum.
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=6536
Takk fyrir
Snorrinn
Spurning varðandi vatnapróf í skjaldbökubúri
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Vatnsskipti 50% vikulega ættu svosem að duga. Þrífa prefilterinn og svampana í dælunni á 1-2 mánaða fresti (eftir því hvað þeir verða fljótt skítugir). Skipta um þá þegar það er ekki hægt að þrífa þá. Aldrei skipta um keramikhringina, bara skola mestu drulluna af með vatni úr búrinu. Kol duga bara í 1-2 vikur og þurfa venjulega ekki að vera í dælunni að staðaldri. Þau eru venjulega bara notuð til skamms tíma, t.d. til að taka lyf eða lykt úr vatninu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Keli hefur þetta á hreinu, vikuleg 50% vatnskipti fyrir bökur er alveg möst, losnar vil alla lykt og vatnið verður í topp standi sem kemur í veg fyrir stokkbreytingu á salmonellu veirunni
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is