Möl í búr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Möl í búr

Post by Sirius Black »

Veit að það hefur verið spurt að þessu oft, en oft eru það svo gamlir þræðir og verðin kannski löngu úrelt vegna kreppu eða álíka :oops:

En langaði að spyrja hvort að einhver hérna hefði keypt dökka möl nýlega, í þá miklu magni og hvar? og væri líka rosalega fínt að fá sirka verð :) Langar ekki í sand, heldur svona ágæta möl :P
Og hvað þyrfti maður mikið magn í 400L búr? ef maður vill hafa alveg ágætt lag af mölinni?

Hef annars heyrt eitthvað álíka eins og 2000 kr fyrir alveg 40kg eða álíka en það hefur kannski breyst, einnig var ég að skoða gamla þræði þar sem var t.d bent á heimasíðu hjá Björgun en hún er úrelt og ekkert inn á henni (eins og verð og þannig), þess vegna ákvað ég að fá kannski nýjar upplýsingar :)
200L Green terror búr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég er með 130kg af dökkri möl, 2-10mm sem heitir Perlumöl frá BM Vallá. það er selt í 45kg pokum og hver poki kostar um 1000kr minnir mig, keypti síðast þar fyrir mánuði þannig að verðið er líklega það sama.

sérð mölina hér:
Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er með 55kg. af sandi í 400 lítrunum.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply