Kribba seiði

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Kribba seiði

Post by Bob »

Sælt veri fólkið

það voru að koma seiði í fyrsta skipti hjá okkur úr hrygningu... s.s. frá kribba parinu okkar :D

og ég er bara að pæla hvað best er að gera til að gefa þessum greyjum og hvað þá?

þau eru ásamt foreldrum sínum í 60L búri ásamt 7 gubby kk

hvað er hægt að gefa þeim sem þau éta og dafna útaf sem að kemst frammhjá gubby fiskunum?

any hints plz..

kveðja
Hjalti
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Allan venjulegan fiskamat, þurrfóður, frosið, frostþurkað eða heimaræktað.
Mæli sérstaklega með Artemíu í hvaða formi sem er í bland við þurrfóður.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ná þau semsagt alveg að narta í flögur sem falla heilar niður og t.d. rækjubita?

p.s. fyrsta skipti sem við fáum einhvað annað en gubby seiði.. hehe
Ekkert - retired
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þú þarft að mylja fóðrið niður fyrir seiðin maður. Annars þarf svo sem ekkert að gefa þeim sérstaklega fyrstu dagana, þau geta kroppað nægu sína af botninum og dótinu í búrinu.
Post Reply