Page 1 of 2

Saltvatnsfiska dálkur ?

Posted: 20 Mar 2009, 01:31
by ibbman
Hvernig er það, nuna er þetta fiskaspjall og er því ekki kjörið að hafa einn flokk undir saltvatnsfiskana ?

Þar sem að Almennar umræður eru flokkaðar svona.
Almennar umræður um ferskvatnsfiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum
Stjórnendur Vargur, Ásta, Andri Pogo

Eða er þetta afleidd hugmynd :) ?

Posted: 20 Mar 2009, 02:06
by keli
Ég hef oft pælt í því - það sakar ekki að búa til sér forum fyrir saltvatnsumræður. Það slæðast alltaf nokkrar inn á mánuði og sniðugt að hafa þær sér.

Vargur ræður þessu þó.

Posted: 20 Mar 2009, 02:36
by Vargur
Ég verð að viðurkenna að mér þykja ekki nógu margir póstar hér um saltvatnsbúr til að réttlæta sér flokk fyrir þær umræður.
Aukist umræður um salt endurskoða ég hug minn.
Mér þykir líka alveg vera á mörkunum að vera með sér flokk fyrir gotfiska sérstaklega þegar helmingurinn af þráðunum eru spurningar um hvort guppy kellur séu "óléttar".

Posted: 20 Mar 2009, 05:07
by ibbman
Nokkuð til í því hjá þér vargur, en þar sem það er lítið mál að búa til dálk (held ég án þess að vita það), þá er mjög þægilegt að hafa einn svona sér dálk undir t.d saltið... þá er svo auðveilt fyrir mann að flakka í gegnum efnið sem er bara fyrir saltið í stað þess að nota leitartakkann. En þetta er undir ykkur komið og ætlaði ég bara að koma með tillögu :wink:

Posted: 20 Mar 2009, 11:27
by Sven
Alveg sammála því að hafa ekki of marga flokka.
Ef maður er t.d. lítið í saltinu sjálfur, þá skoðar maður mögulega ekki flokkinn reglulega og missir jafnvel af þræði sem maður mundi annars skoða í flokkinum almennar umræður. Þannig held ég í raun að búa til sér flokk fyrir saltið gæti leitt til þess að færri skoði saltvatnsþræðina.

Hænan

Posted: 20 Mar 2009, 12:11
by SadboY
Er þetta ekki spurning um hænuna og eggið? :D

Eykst ekki spjallið um saltið ef það fær sér þráð, bara hugdetta.

En sammála með gotfiskana, mætti halda að það væru ekki til fleirri tegundir en Gúbbý og "óléttir" gúbbý :P

Posted: 20 Mar 2009, 12:51
by Bob
ég sé ekkert að því að hafa sér dálk undir saltvatnið og er líka alveg sammála með gotfiskana en mér fynst það þægilegt að hafa svona sér dálka...

EN það VERÐUR samt að passa að þetta verði ekki eins og margar aðrar spjallsíður þar sem að það eru alltof alltof margir dálkar. þá nennir maður þessu ekki hehe..

sá t.d. spjallsíðu um daginn sem konan var á og þar var sér dálkur fyrir allt

myndi verða þá sona hérna

Gubby dálkur
Platty dálkur
Black ghost dálkur
MInni síklkiður
aðeins stærri síkliður
miðlungs síkliður
aðeins stærri en miðlungs síklikður
stærri síkliður
stórar síkliður
risastórar síkliður
og so on so on

you get my point.. bara fáranlegt hehe

Posted: 20 Mar 2009, 13:20
by Vargur
Saltvatnsgaurar eru ekkert of góðir til að pósta í almennar umræður eins og aðrir, ef og þegar að því kemur að saltarar verða það virkir og póstafjöldinn mikill þá geta þeir fengið sér flokk á spjallinu.

Í byrjun var hér saltvatns flokkur en virknin í honum var það lítil að hann var sameinaður almennum umræðum.

Posted: 20 Mar 2009, 14:16
by Squinchy
"Eykst ekki spjallið um saltið ef það fær sér þráð, bara hugdetta"

Mjög sammála þessu, það er örugglega svolítið fráhrindandi fyrir þá sem eru í saltinu að þeir sá að ekki sé umræðu setur fyrir þá og eru þar af leiðandi óbeint ó velkomnir og skrá sig þ.a.l. ekki inn

Lýst vel á að fá dálk um Saltið og sé ekki hvað það ætti að saka þótt þetta væri prófað

Komnir fleiri notendur hingað sem eru í saltinu heldur en í byrjun

Posted: 20 Mar 2009, 14:19
by Mörðurinn
Mér líst vel á þetta :P

Posted: 20 Mar 2009, 15:36
by kiddicool98
ég er nokkuð sammála vargnum. það er ekkert sérstaklega mikið um umræður um saltvatns búr. en ég er hinsvegar líka nokkuð sammála því að það myndi aukast umræður um salt ef það kæmi sér dálkur þar sem það stendur að almennar umræður séu bara fyrir ferskvatn.

en það skiptir mig litlu máli þar sem ég hef nánast engann áhuga á saltinu.

Posted: 20 Mar 2009, 18:13
by ulli
ég set mitt Athvæði við Saltflokinn.

maður kanski ekki að pósta það mikið um búrið hjá sér þar sem myndavelin sem ég er með er algjört rusl.
annars er stundum eins og maður sé að tala við sjálfan sig þarna þanig að ég efa það muni minka eithvað við að fá sér dálk.

aftur á móti væri auðveldara að finna þræði um saltið ef það er allt í sér flokk.

Posted: 20 Mar 2009, 18:31
by keli
Ég set mitt atkvæði líka við saltflokk. Þetta er bara einn flokkur, sem myndi spanna stórt áhugamál. Ekkert auka vesen í rauninni og skemmir ekkert "lúkkið". Einhversstaðar verða vondir að vera :D

Posted: 20 Mar 2009, 19:12
by stebbi
skifta gotfiskunum út fyrir salt?

Posted: 20 Mar 2009, 19:29
by animal
keli wrote:Ég set mitt atkvæði líka við saltflokk. Þetta er bara einn flokkur, sem myndi spanna stórt áhugamál. Ekkert auka vesen í rauninni og skemmir ekkert "lúkkið". Einhversstaðar verða vondir að vera :D

Mæltu manna heilastur keli!

Posted: 20 Mar 2009, 21:03
by Gudmundur
endilega hafa " þessa " menn sér svo ekki hljóti almenningur skaða af
vissulega til bóta að þurfa ekki að lesa orð eins og skimmer og annað eins vissulega vissulega

Posted: 20 Mar 2009, 22:19
by animal
Gudmundur wrote:endilega hafa " þessa " menn sér svo ekki hljóti almenningur skaða af
vissulega til bóta að þurfa ekki að lesa orð eins og skimmer og annað eins vissulega vissulega
PRÓTEINFLEYTA þá, Vissulega.

Posted: 20 Mar 2009, 22:19
by ulli
Gudmundur wrote:endilega hafa " þessa " menn sér svo ekki hljóti almenningur skaða af
vissulega til bóta að þurfa ekki að lesa orð eins og skimmer og annað eins vissulega vissulega
:lol: :lol:

skimmer=prótein fleyta

svona fyrir gamla fólkið

Posted: 20 Mar 2009, 22:30
by Jakob
Sér flokk undir sjóinn er mitt atkvæði.

Posted: 21 Mar 2009, 04:29
by ibbman
Nuna fæ ég skammir frá Varginum :oops: :oops: :oops:

Posted: 21 Mar 2009, 13:26
by Bob
stebbi wrote:skifta gotfiskunum út fyrir salt?
það held ég að sé EKKI góð hugmynd. það þýðir einfaldlega bara það að í staðin fyrir að fólk sé að spyrja hvort að gubby kellan sé ólétt og þessháttar fari að spyrja að því öllu í alment. persónulega fynst mér fínt að hafa alla þá posta í sér dálk.. just my 5 cent's

Posted: 21 Mar 2009, 17:17
by Squinchy
Bob wrote:
stebbi wrote:skifta gotfiskunum út fyrir salt?
það held ég að sé EKKI góð hugmynd. það þýðir einfaldlega bara það að í staðin fyrir að fólk sé að spyrja hvort að gubby kellan sé ólétt og þessháttar fari að spyrja að því öllu í alment. persónulega fynst mér fínt að hafa alla þá posta í sér dálk.. just my 5 cent's
Held að þaðmyndi frekar fara í Aðstoð dálkinn, á betur heima þar

Posted: 21 Mar 2009, 17:52
by keli
Ég held að það þurfi svosem ekkert að eyða neinu... Bara henda inn þessum eina flokk og end of discussion.

Fyrir utan það að þessi þráður heitir "saltvatnsfiska dálkur", ekki "eigum við að henda út gotfiska dálkinum?"

Posted: 21 Mar 2009, 17:57
by Squinchy
Mikið rétt

Posted: 21 Mar 2009, 22:34
by Vargur
Jæja, þá eru saltarar komnir með sér flokk.
Nú er bara að vona að flokkurinn verði virkur og skemmtilegur. Ef flokkurinn verður ekki sæmilega virkur þá áskil ég mér rétt til að sameina hann almennum umræðum.

Þeir sem öllu ráða í salt flokknum eru Keli og Squinchy.

Posted: 21 Mar 2009, 22:41
by Squinchy
Lýst vel á þetta :D

Posted: 21 Mar 2009, 23:10
by drepa
snilld! ég var einmitt að ræða þetta við Jökul í dag

Posted: 21 Mar 2009, 23:12
by keli
Good stuff..

Posted: 21 Mar 2009, 23:28
by Elma
Til hamingju með dálkinn ykkar, Saltfiskar 8)

Posted: 21 Mar 2009, 23:29
by ulli
1st Victory.
Next the world!