Page 1 of 1
Lionfish
Posted: 23 Mar 2009, 03:18
by ibbman
Sælir veriði, ætla nu að nýta mér þennann flokk og heyra álit annarra manna... En hvað finst fólki almennt um LionFish ?
Hvernig er að hafa hann ?
Lifir eitthvað með honum ?
Eru þeir hættulega eitraðir ?
Bara endilega koma með reynslusögur...
Veit að ég get googlað þetta allt, en langar að prufa fræðimenn hér....
Posted: 23 Mar 2009, 07:41
by drepa
það littla sem ég veit um lionfish , þá gengur hann ekki með fiskum sem eru minni enn hann , om nom nom
auk þess er hann með eiturbrodda á bakinu og leagend has it að það er mjög vont að vera stunginn af honum.
enn þeir eru ótrúlega flottir.
http://en.wikipedia.org/wiki/Lionfish
þetta veistu ábyggilega allt.
Posted: 23 Mar 2009, 13:03
by guns
Það er eitt ljón á sólbaðsstofu í hafnarfirðinum í búri sem dýragarðurinn sér um. Hann er nú með nokkrum minni fiskum, en það gengur víst bara því hann er svo vel mataður.
Þeir sögðu mér að það væru tveir gúbbar á viku.
Posted: 30 Mar 2009, 20:46
by Saltus Maximus
Ég átti Volitans ljónafisk, hrikalega flottur og skemmtilegur og hann var þægur innan um 2 trúða ofl í byrjun en hann át svakalega og alltaf meira og meira og stækkaði og stækkaði. Á endanum seldi ég hann vegna stærðar hans og hversu mikið hann át frá hinum, svo ég minnist nú ekki á það að hann var farinn að narta í hina fiskana. Einnig nartaði hann í puttana í mér þegar ég var að vesenast í búrinu.
Posted: 04 May 2009, 01:34
by ibbman
Langaði aðeins að bumpa upp þennann þráð og spurja: Éta þeir eitthvað annað en lifandi fiska ?
Posted: 04 May 2009, 07:33
by ulli
rækjur og og annað góðmeti