Góðan daginn.
Ég er búinn að vera með fiska í kannski rúmt á núna, og er loks farið að ganga þokkalega.
En það er eitt vandamál sem ég finnst vera að herja á búrið hjá mér núna.
Þetta byrjaði þannig að annar af SAE fiskunum mínum fór að horast niður og varð eiginlega allvega lygilega grannur áður en hann dó.Maður gat eiginlega talið í honum beinin.
En ok, ég hugsaði með mér að þetta væri eitt atvik og örugglega tilfallandi.
Síðan núna, kannski 1-2 mánuðum(allavega) seinna þá tek ég eftir að tveir Molly karlar eru orðnir mjög horaðir og hafa "lagt" gríðarlega mikið af.En þó ekki komnir á það stig sem SAE fiskurinn var þegar hann dó.
Og þá er það spurningin.
Eru líkur á að þetta sé einhver sýking í búrinu, eða getur þetta verið tilviljun að 3 fiskar detta í þennan pakka í sama búrinu?
Fiskarnir sem hafa verið að horast svona borða allir eitthvað þegar ég gef fiskunum, get ekki greint hvort það sé meira eða minna en þeir gerðu áður þar sem ég hef ekki allveg verið að spekúlera hvað hver fiskur borðar mikið
En allavega með vona um svör.
Fiasko
Veiki?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli