Hjálp! gullfiskurinn minn er veikur :(

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
selmak
Posts: 2
Joined: 29 Mar 2009, 18:24

Hjálp! gullfiskurinn minn er veikur :(

Post by selmak »

Ok Þannig er mál með vexti að ég er búin að eiga 3 gullfiska og 2 þeirra hafa hafa dáið. Gamli gullfiskurinn minn er semsagt búin að upplifa tvö dauðsföll.

Núna er ég með einn sem ég er tiltölulega nýbúin að fá, en hann er orðinn mjög veikur...
Sporðuinn á honum er orðinn stífur og klesstur saman og efri ugginn líka. Hef aldrei áður séð svona.
Ég setti hann í sér krukku og setti smá vitamín út í vatnið. Hann borðar ekkert...

Ég er með kúlubúr en veit ekki hvað það er stórt.
Hvað er ég að gera vitlaust. ???

Kveðja
Mörðurinn
Posts: 133
Joined: 25 Feb 2009, 17:19

Post by Mörðurinn »

Ég veðja nú á að vatnsgæðin hjá þér séu fyrir neðan allar hellur!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Kúlubúr henta ekki fyrir neina fiska.
Hvað geriru oft vatnsskipti og hve mikið í einu?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Sammála síkliðunni.. með að kúlur henta ekki fyrir neina fiska... en það er alveg hægt að láta Gullfiska lifa í kúlum.

Ásamt spurningunum hérna fyrir ofan hvort þú sért ekki aðgefa fiskinum allt of mikið.. mikil fóðrun mengar vatnið fljótt og þá verða fiskarnir fljótt slappir og drepast í kjölfarið.

Sest mikill matur á botninn eða borðar hann allt sem þú gefur?
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Tek undir með hinum, vatnsgæði.
Það þarf að gefa rosalega lítin mat og skipta rosalega oft/mikið
út vatni (ekki nóg að bæta á það sem gufar upp) til að svona kúlu ævintýri ,,gangi upp".

Líka best að nota ekki flögur (matur) þegar
maður er með glerkúlur, best að vera með korn, þá
er bæði auðveldara að skammta lítið magn og það
sáldrast ekki (og mengar búrið) meðan fiskarnir éta.

Það er nóg að gefa 2-3kúlur per fisk á dag.
Ef þú vilt að fiskarnir lifi, þá er lykilatriði að takmarka úrgang
eftir fremsta megni í svona litlu rými.

Svo þarf að endurnýja vatnið mjög oft, gullfiskar hafa gott
þol gegn nýju og flóru lausu vatni, þess vegna þrauka þeir
í þessum kúlubúrum en ekki minni fiskar sem væru eflaust
henntugri í svona lítil rými.
Image
selmak
Posts: 2
Joined: 29 Mar 2009, 18:24

Post by selmak »

Takk kærlega fyrir góð ráð :-)
Post Reply