Page 1 of 1
litlar glærar lífverur...
Posted: 31 Mar 2009, 22:10
by RosaH
Langar að vita hvort þetta sé nokkuð til að hafa áhyggjur af, eða hvort þetta sé eðlilegt. Ég er að sjá soldið af litlum pöddum eða einhverju slíku í búrinu hjá mér, sem líta nokkurn vegin út eins og pínulitlar glærar engisprettur... vitiði hvað þetta gæti verið?
Posted: 31 Mar 2009, 22:36
by ibbman
Hvað er búrið búið að vera lengi í gangi ?
Posted: 31 Mar 2009, 22:44
by RosaH
í rúman mánuð. Fékk tilbúið vatn hjá þeim í dýragarðinum úr live rock búrinu þeirra, er búin að vera með eðlilegar mælingar og fiska í rétt tæpan mánuð.
Posted: 31 Mar 2009, 22:46
by ibbman
Eru þetta ekki bara marflær
?
Posted: 31 Mar 2009, 23:12
by RosaH
hey! jú! er svo ný í þessu, vissi ekkert hvað þetta var, en þegar ég fletti þeim upp, þá passar það! takk!
Posted: 31 Mar 2009, 23:12
by keli
Þetta eru marflær og eru mjög æskilegar í saltvatnsbúrum. Góðs viti að sjá að þær eru að fjölga sér!