Hryggning

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
skepna
Posts: 24
Joined: 01 Jun 2008, 08:36
Location: suðurland

Hryggning

Post by skepna »

Jæja reynsluboltar- er tiltölulega nýbyrjuð með fiska og vantar smá aðstoð.
Skallarnir mínir voru að hryggna :o),(viku eftir að þeir fóru í stærra búr,,,,, ósköp hafa þeir verið fegnir) Verja hrognin sín eins og herforingjar, gaman að fylgjast þeim.
Hvað eru hroggnin lengi að klekjast ?
og er í lagi að hafa vatnaskipti núna áður en þau klekjast ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hrognin klekjast á 2-4 dögum eftir hitastigi, vatnsskipti gætu stressað foreldrana og þeir étið hrognin.
skepna
Posts: 24
Joined: 01 Jun 2008, 08:36
Location: suðurland

Post by skepna »

Takk fyrir skjót svör Vargur,
hitinn á vatninu er 28gráður,450 lítrar, skipti um vatn fyrir viku, geymi vatna skipi,,,, aldrey að vita nema þetta klekist út.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hrognin ættu að klekjast hratt út í þessum hita, vonum það besta.
skepna
Posts: 24
Joined: 01 Jun 2008, 08:36
Location: suðurland

Post by skepna »

þau klöktust hratt, og voru étin jafnhratt líka.
En það er annað par búið að hryggna (í nótt), sá þau "þrífa" laufblað á anubus plöntunni í gær (flott).
Ef ég klippi laufblaðið af og set í lítið búr, hvað þarf ég helst að passa ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Að það komi ekki fungus í hrognin. Hafðu góða loftun við hrognin og settu funguslyf í vatnið.
Post Reply