Gott kvöld
Ég hef átt í marga mánuði einn Yellow Lab kall, með mjög sterka liti og alveg svarta ugga að neðan sjáið myndina. (kellan er þarna bakvið)
Síðan fékk ég mér eina kellingu handa honum, (hún var með uppí sér þegar ég fékk hana) en nú í gær voru þau að hrygna aftur, en þá byrjaði kallinn að hrygna eggjum og taka þau uppí sig sést illa á þessum myndum en hér er ein þegar "hann" er kominn með uppí sig.
er ég orðinn eitthvað ruglaður eða er þetta Kelling eða Karl ?
Það er ekki flóknara en svo að karlinn þinn er kerla. Það kemur oft fyrir að tvær kerlur hrygni saman ef enginn karl er í búrinu.
Þó það geti verið erfitt að kyngreina Y. lab, þá þykir mér nokkuð augljóslega vera tvær kerlur á myndinni.
Last edited by Vargur on 02 Apr 2009, 00:51, edited 1 time in total.
Kk er yfirleitt með dekkri ugga en það er ekki hægt að kyngreina örugglega eftir því, fiskurinn á myndinni hefur höfuðlag og gotrufarugga eins og kvk, að auki er það öruggt að ef hann hrygnir og tekur hrognin upp í sig að þarna er um kvk að ræða. Víða á netinu má lesa reynslusögur um kk sem hrygna og passa hrognin en engar af þessum sögum hafa þann endi að hrognin verði að seiðum enda hrygna karlkyns fiskar ekki þrátt fyrir sannfæringu eigenda.
Það þarf varla að taka fram að þegar tvær kvk hrygna saman að þá eru hrognin ekki frjó.
hehe ég tel mig nú vita það að það þarf kk og kvk tilþess
Fannst þetta bara eitthvað skrítið því ég er búinn að eiga "hana" svo lengi og var alltaf að hugsa um að fá mér kellingu fyrir hann en síðan eftir allt saman er þetta kelling.