ég var með eina plastplöntu sem ég reyndi að þrífa undir heitu vatni, en plantan varð ekkert neitt hrein eftir það. endaði með að henda henni og kaupa bara nýja
diddi wrote:ég var með eina plastplöntu sem ég reyndi að þrífa undir heitu vatni, en plantan varð ekkert neitt hrein eftir það. endaði með að henda henni og kaupa bara nýja
Já og Diddi ég er með um 20 stórar plastplöntur og það er víst "kreppa" svo ég vil reyna að þrífa þær áður en ég "þarf" að kaupa 20 nýjar plöntur hahahahaha.
Sá eina plöntu eins og ég er með í Fiskó á tvöþúsundogeitthvaðkall !
sae ná aldrei að hreinsa plastið alveg. Það er reynandi að láta þetta liggja í 1:10 klór og skrúbba svo vel. Hvað sem gert er þá er það töluvert föndur, því dökki hárþörungurinn nær venjulega að festa sig ansi vel.
Ég var með helling af plastgróðri sem var fullur af þessari drullu, skellti honum í baneitrað klórbað í tvo daga en þörungurinn haggaðist ekki. Ég skellti þá draslinu í bala og hennti út á svalir og þar virðist þetta vera að veðrast hratt af.
Ég mæli með að þú fáir þér nokkra Sae, þeir ættu að ná að halda þessu vel niðri ef þú byrjar með gróðurinn hreinan.
EDIT Ég kíkti á gróðurinn á svölunum og hann er orðinn alveg hreinn eftir 2 vikna veðrun.
Last edited by Vargur on 04 Apr 2009, 23:55, edited 1 time in total.
Láta þetta liggja í Klór og skola svo vel. en sé svo reynslu vargs, þannig að það er spurning um að nota sterkt hreinsierfni einhverskonar og láta liggja í því í góðan tíma. Annars notaði ég alltaf klór hérna 1nu sinni í Gullfiskabúðinni á hreinsarana svona annað slagið og þeir urðu einsog nýir.