Tók Hrappinn til fyrirmyndar og smellti upp nýju búri.
Aulaði loks með aðstoð Skúla heim nýja búrinu í dag. Þetta búr kemur í staðinn fyrir 500 l búrið sem ég seldi um páskana.
Ég færði hitt 400 l búrið og smellti þessi bara við hliðina á, samtals þá 3 lengdarmetrar af búrum.
3metrar og 800 lítrar.
Um leið og vatnið var komið í fóru fiskarnir í búrið, límmiðinn enn framan á glerinu.
Hver þarf sjónvarp með svona í stofunni.
Búrið er náttúrulega bara uppsett í sama stíl og vanalega og svipað og það var fyrir.
Last edited by Vargur on 04 Feb 2008, 20:09, edited 1 time in total.
Þetta er geggjað!! Ég sé að það eru ansi margir með nokkur búr í gangi. Ég er kominn með eitt í gang og það er farið að líta vel út.. en ég er líka byrjaður að mæla íbúðina og spá í hvað ég kæmi mögulega mörgum búrum fyrir hahahaha ... þetta er ekki hægt...!! langar í arowönu. Þetta er glæsilegt stofustáss!!
Hvernig væri að Hrappz skellti sér bara á annað 900 l til að gleðja frúna.
Svo sem ekkert nýtt fetish í gangi hjá manni , bara gamla Óskara klikkunin.
Sorglegt frá því að segja að önnur styrjan þoldi ekki flutninginn og gafst upp.
Einnig hafa einhverjir fiskar týnst í þrengslunum í 250 l búrinu, einn stór brúskur, convickt kerling, eitthvað af spilurus og svo bjargaði ég stóra gamla convict karlinum upp úr búrinu í vikunni gjörsamlega í henglum.
Það eru skiptar skoðanir á því en almennt er talað um að hiti yfir 20° sé ekki góður en þó í lagi í einhvern tíma. Þær hafa verið í 22° hjá mér en sennilega verður þó nýja búrið eitthvað heitara, hitt Juwelið er í 24° hjá mér án hitara.
Reyndar er sennilega orsokin hjá styrjunni súrefnisleysi, alltaf ef ég færi fiskana fara þær strax illa ef þær eru í bala meðan á flutningum stendur, næst verður loftdæla þar.
keli wrote:Vilja styrjur ekki helst aðeins kaldara vatn en þetta?
búin að vera að pæla svoldið í þessu eimitt,
finnst þær svo skemmtilegar, til falleg demantsstyrja
og albinói í fiskó sem eru bara fallegar
en já en er ekki beint að fara að setja svona í tjörn þar sem ég á enga
en það semsé gengur að hafa þær í c.a. 22°C, gott að vita
Það gengur allt fínt í búrinu.
Geopagus parið ólmast við að finna hentugan hrygningastað með tilheyrandi árekstrum við aðra íbúa búrsins, aðallega þó Nicaraguencinn sem sennilega er karl.
Red tail catfish heldur sig undir dælunni og rétt skreppur fram ef fæða er á boðstólum.
Setti hvítan convict karl í búrið, hann er um 5 cm og er búinn að vera í uppeldi í öðru búri. Stærsti óskarinn elti greyið á röndum fyrsta daginn en fékk svo leið á eltingaleiknum. Sá hvíti sómir sér vel í búrinu en heldur sig þó til hlés og hefur varan á.
Bætti í búrið öðrum Green terror (sennilega karl) og einum spilurum, baðir eru frekar litlir, ca. 5 cm en virðast ætla að plumma sig í búrinu.
Geopagus parið er sennilega búið að hrygna bakvið stærri rótina í búrinu.
Já, hann er orðin flottur og er í miklu uppáhaldi, kerlan stækkar reynar hægar enda síhrygnandi. Mig langar mikið til að setja parið sér og ná undan þeim.
RTC er orðinn 30 cm enda á milli, ég er þó að reyna að gefa lítið, bæði til að halda vextinum eitthvað niðri en þó aðallega til að halda vatnsgæðum betri. Fyrir bragðið er kappinn mikið á ferðinni í ætisleit, þegar ég svo hendi mat í búrið sturlast hann og sópar upp í sig, svo eltir hann óskarana ef þeir eru með bita upp í sér og böggast í þeim svo þeir missi matinn út úr sér.
Rtc kemur alltaf á móti hendinni og bítur í puttana.
Hér bankaði hann í óskar til að ná matnum af honum.
Ég var að taka eftir því að hvítur convict karl sem sést hér ofar á síðunni er horfinn,
....hmmm hvert skyldi hann hafa farið.
Já hann er búinn að vera með þetta í nokkurn tíma öðrum megin. Þetta virðist algengt með RTC en ég man samt ekki eftir skýringu á hvers vegna þetta kemur. Veist þú hana Keli ?
Þetta er víst útaf slæmu mataræði og aðallega slæmum vatnsgæðum á einhverjum tímapunkti í lífi fisksins... Þetta fer aldrei þannig að þetta gæti hafa gerst áður en þú fékkst fiskinn..