Ert þú með ameríkusíkliðubúr?

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Ert þú með ameríkusíkliðubúr?

Post by Birkir »

Sælinú.

Ég gerði svona þráð í fyrra en hann er týndur sem er hið besta mál.
Það væri gaman að sjá hverjir hérna á spjallinu eru með fókuseruð ameríkusíkliðubúr.

Endilega réttið upp hönd og svona sem bónus sgið frá eftirlætis kananum ykkar um þessar mundir.
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

o/

Oscar verður örugglega alltaf uppáhálds kaninn minn :)

3x oscar
2x jack dempsey
1x ancistra
1x synodontis multipunctatus
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Óskar er uppáhaldið, aðrir góðir hjá mér eru Nicaraguence og svo bara Óskar aftur. :P
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Óskar er alltaf #1.

Svo í öðru sæti er villtur Greenterror, verður að vera villtur, þessir ræktuðu eru flestir handónýtir, bara verst hvað hann er brjálaður í skapinu.

Svo kemur villtur Festae í þriðja sæti.

Aðrir uppáhalds: Veja Synspilum, Black Belt Gold Severum og fleira.:)
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

oscar - convict - temporalis . . allt í uppáhaldi. .

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=686
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

í augnablikinu er það Convict hjá mér. Ég hef aldrei verið heillaður af þessum fisk sem endurspeglast í þeirri staðreynd að ég hef aldrei verslað mér kvikindið. Tók að mér þrjá Convict um daginn í fóstur og viti menn, eftir svona eina viku var ég farinn að fíla kjépza. Þetta eru duglegir fiskar sem auðvitað leiðir til árekstra við aðra íbúa en það er alltaf eitthað í gangi, þeir eru alltaf að brasa og bardúsa.

Uppáhalds síkliðan mín er Green Terror.
Ég er nýbyrjaður að kynnast Oscar og hann á lofið allt skilið. Magnaður fiskur.

Festae þykir mér ein af fallegustu "mainstream" ameríku síkliðum sem til eru.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Svo í öðru sæti er villtur Greenterror, verður að vera villtur, þessir ræktuðu eru flestir handónýtir, bara verst hvað hann er brjálaður í skapinu.
Hver er helsti munur á villtum og ræktuðum GT og af hverju eru flestir þeir ræktuðu handónýtir ?
Gilmore
Posts: 208
Joined: 20 Oct 2006, 07:52

Post by Gilmore »

Allavega þeir sem ég hef fengið eru alveg ónýtir. Þeir vaxa lítið sem ekkert og hegða sér ekki eins og alvöru GT, eru bara slappir og litlausir. Ég hef prófað þó nokkur stk í gegnum tíðina og enginn af þeim náð sér á strik.

Svo prófaði ég að láta sérpanta fyrir mig villt eintök, en þau kosta alveg 3000-4000 stk. Ég keypti 3 stk og bara strax og þeir komu í búrið þá geisluðu þeir alveg af fegurð og stækkuðu næstum jafnhratt og Óskar. En grimmdin var þvílík í þeim að ég þurfti að láta þá fara, reyndar var annar kallinn drepinn af hinum sem svo stökk upp úr búrinu og drapst, en kelluna lét ég fara í fiskabúð. Sem sagt alvöru GT þar á ferð sem stendur undir nafni.

Þá prófaði ég aftur að kaupa þessa venjulegu ræktuðu en það var alveg sama sagan með þá, stækkuðu ekkert og voru loks drepnir af búrfélugunum.

En þetta er bara mín reynsla, ég hef kannski bara verið svona óheppinn með eintök. En villtur GT og ræktaður eru 2 gerólíkir fiskar að mínu mati. En auðvitað er hægt að fá góð ræktuð eintök, en það er mikið af lélegum fiskum þarna úti. En svo hef ég lesið víða að mikið af fiskum sem eru til sölu og seldir sem GT eru blanda af GT og Blue Acara.
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég væri til í að sjá almennilegan myndsamanburð á GT og Blue Acara.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Birkir wrote:Ég væri til í að sjá almennilegan myndsamanburð á GT og Blue Acara.
setti inn í gær neðst í þessari grein sitthvora mynd af kvikindunum
tekið í sótthví þannig að þeir sína kannski ekki bestu liti

http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Gre ... _grein.htm
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

samt töluverður munur
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

Vargur wrote:
Svo í öðru sæti er villtur Greenterror, verður að vera villtur, þessir ræktuðu eru flestir handónýtir, bara verst hvað hann er brjálaður í skapinu.
Hver er helsti munur á villtum og ræktuðum GT og af hverju eru flestir þeir ræktuðu handónýtir ?
green terror aðdáendur ættu að kíkja á þennan link
http://www.lem.net/alf/aeq.htm
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Maður veltir fyrir sér hvaða "green terror" maður hefur keypt hérna heikma eða hvort maður hafi í raun nokkurn tíman keypti green terror :roll:

Image
tekið af síðunni sem Hrappur linkaði....


Þessi er alla vega hvað líkastur þeim "green terror" sem ég er með...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held maður verði bara að treysta ræktandanum og gera ráð fyrir að hann sé metnaðarfullur. Það má heldur ekki gleyma því að fiskar sömu tegundar geta haft einhver mismunandi atriði í útliti vegna þess hvað tegundin dreyfist um stórt svæði. Fiskur sem veiddur er í einni á eða vatni getur verið frábrugðinn öðrum veiddum annarsstaðar.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Það er sjaldan ein ákveðin tegund í uppáhaldi en Convict og Oscar eru alltaf ofarlega, síðan koma Nicaraguence, Black Belt, Midas og svo mætti lengi telja
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

Green Terror og convict eru í uppáhaldi en svo langar mig að prófa óskara og langar líka að reyna að ná sköllum í almennilega stærð en það hefur ekki verið að gera sig hjá mér :?
er að fikta mig áfram;)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mér finnst suður ameríkanarnir skemmtilegri
eins og Green Terror er alltaf flottur, Cichla Occellaris, Geophagus o.fl.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

ú ú I've got one :P

ég er verð að segja að ég er rosalega hrifin af skölunum, óskurunum og diskusum (þó ég sé ekki svo heppin að eiga þá ennþá)
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Ég er með 330L kana poll í stofuni hjá mér :D

Íbúar.
3x Green Terror
2x Jack Dempsey
2x Demants Síkliður
4x Convict
1x Lutino Red Oscar
1x Gibbi
2x Tiger Pleggar
Og eitthvað af Brúskum..

Demantarnir og Fangarnir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér..
Ég er ekki búinn að vera með oscarinn nema í nokkra daga en hann er hratt að skríða upp listan yfir bæði fallegustu og skemtilegru fiskum sem ég hef verið með. Ekkkert smá montinn með hann :mrgreen:

Nokkrar Bjagaðar myndir..
Image
Lítill Green Terror...
Image
Demantur, svakalegir litir sem hann sýnir þegar hann er í góðu skapi..
Image
Og svo aðal gæinn í pollinum..
Last edited by vkr on 08 Oct 2008, 16:04, edited 1 time in total.
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

sakna litla gæjans míns, hugsaðu vel um krílrík :) flottir fiskar sem þú ert með
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Oscar er nr 1 hjá mér.
User avatar
vkr
Posts: 166
Joined: 02 May 2008, 23:55

Post by vkr »

Lindared wrote:sakna litla gæjans míns, hugsaðu vel um krílrík :) flottir fiskar sem þú ert með
Hann er í ágætis höndum held ég ;) ..
Ég bjóst við að hann yrði fyrir eitthverju hnjaski í búrinu,
en ég var mjög hissa þegar ég sá að hann er ekki bara ófeiminn heldur er soldið bögg í honum líka :lol: Gt´arnir fá lítinn frið...
Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já hann er svoddan harðjaxl
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Ég rétti upp hönd!

Ég er með 2 Kanabúr
400L og 135L
Getur séð þá alla hér...
www.fiskar.barnaland.is
User avatar
Ari
Posts: 292
Joined: 11 Jan 2008, 20:46
Location: 110 rvk

Post by Ari »

ég er með 1 100l með GT seiðum og svo er ég með 720l búr með stórum amrískum Síkliðum

Hér eru myndir

http://s442.photobucket.com/albums/qq143/arotor/Fiskar/
Post Reply