Ég er með í vinnslu 21L gróðurbúr, búrið er 40cm x 20cm x 26cm. Ég byrjaði á því í dag að reyna að finna peru í búrið, 30cm peru. Ég skellti mér upp í Skútuvog í Háborg og lét skera út fyrir mig 5mm plötu af svörtu plexýgleri. Skellti mér síðan upp í Hafnarfjörð og kíkti í flúrlampa, fékk þar Lampa, peru, snúru, lét festa það allt, bora við plexýplötuna fyrir 3þús. Plexýplatan kostaði rétt rúmar 1500kr. og mér fannst 4500kr. helvíti góður díll. Hér er útkoman:

Búrið er bráðabirgða við hliðina á sjónvarpinu, á eftir að færa það, þrífa plastið og so on.
Peran er 30cm 8W 6K. Daylight.
Ég hef ekki ákveðið hvaða gróður verður í búrinu, en það verða líka endler par og nokkrar Amano rækjur en næst á dagskrá er möl úr dýragarðinum og gróðurnæring hjá Vargnum, ég hugsa að ég skreppi í þetta á laugardag, helgina eftir páska.
400L Ameríkusíkliður o.fl.