Page 1 of 1

Það er margt um að velja, þarf hjálp við val á sjávarfiskum.

Posted: 09 Apr 2009, 01:06
by Jakob
Ég veit ekki hvað skal velja, ég ætla að hafa 1-3 fiska í búrinu, með kóröllum, engar anemónur og líklegast engir fleiri hryggleisingjar.
Hvað á ég að velja, ég er til í að borga smá upphæðir í fiskana, en ekki meira en 20þús fyrir fiska í þetta búr.
Tegundir af fiskum sem að mér hefur dottið í hug:

Pomacentrus kaudemi
Fallegir fiskar.

Pteroapogon kaudemi
Spes útlit og sjást ekki oft í búrum að mínu mati.

Chromis viridis
Mér lýst helvíti vel á þessa og looka mjög vel.

Chrysiptera parasema
Yellow tail damsel, einfaldir, skemmtilegir, fallegir, en mér finnst þeir ekki nógu "sérstakir" og aðeins og algengir.

Centropyge loriculus
FALLEGUR! Mér lýst persónulega MJÖG vel á hann, en ég veit ekki mikið um hann, geti ég haft hann með 2 Yellow tail damsel í búrinu eða er ég þá að over stock-a?

Hvað ætti ég að hafa af þessu? Allar aðrar hugmyndir eru velkomnar!

Posted: 09 Apr 2009, 01:08
by Arnarl
Mandarini er líka flottur

Posted: 09 Apr 2009, 01:11
by Jakob
Scientific name? Ég finn ekkert á google?

Posted: 09 Apr 2009, 01:12
by Dýragardurinn
Af þessum fiskum myndi ég bara setja damselana og þá bara þá, búrið er alltof lítið fyrir hina fiskana. Kíktu frekar á einhverja Góba eða minni blennýa.

Posted: 09 Apr 2009, 01:14
by Arnarl
Mandarin: Synchiropus splendidus

Posted: 09 Apr 2009, 01:42
by ulli
Mandarin þarf búr méð mjög góðri flóru þar sem þeir éta aðeins marflær og önnur smá svifdýr.

þar sem þetta búr er svo lítið þá efast eg um að þú getir haft nóg ætti fyrir hann.þá á ég við að þær nái ekki að fjölga sér nógu hratt.

hef einnig heirt að þeir séu frekar viðhvæmir.

Posted: 09 Apr 2009, 01:43
by animal
Dýragardurinn wrote:Af þessum fiskum myndi ég bara setja damselana og þá bara þá, búrið er alltof lítið fyrir hina fiskana. Kíktu frekar á einhverja Góba eða minni blennýa.
Mandarínið á að sleppa, er það ekki?? . Úlli ég myndi taka hann samt það
þrífst ótrúlega mikið líf í þessu, einsog þú veist.

Svo er alltaf hægt að sækja fæði niðrí fjöru.

Posted: 09 Apr 2009, 01:45
by Arnarl
rétt gjóaði augonum yfir einhvern texta um hann, hann þarf vel stabílt búr verður að vera eldra en 4 mánaða.

Posted: 09 Apr 2009, 04:32
by Squinchy
Skoðaðu þennan lista, sérð þar hvað passar fyrir þitt búr
http://www.nano-reef.com/forums/index.p ... opic=74703

getur gleymt mandari, hann mun svelta í nano búri

Posted: 09 Apr 2009, 12:14
by keli
flame engillinn er algjörlega vonlaus í svona búr líka.