Ef ég væri þú mindi ég fjárfesta í betri dælu ég keypti allveg eins(reyndar 54L en frá sama framleiðandanum og bogadragnu framgleri ) búr og það fylgdi allveg eins dæla með og þetta var bara bölvað drasl og vatnið var alltaf skítugt og ég keypti mér tunnudælu og þá lagaðist það.
ég er með svona dælu í 60ltr búri hjá mér og mér finnst hún þrælvirka. vatnið alltaf kristaltært og flott.
(fer kannski eftir hvaða fiskar eru í búrinu)
Já efnið í bakgrunninum er þyngri en vatnið svo það er hægt að setja hann örlítið ofan í sandinn og þá er hann stöðugur.
Hann er alveg ótrúlega raunverulegur.
Flott búr. Í hvaða fiska leitar hugurinn ?
Ég sé fyrir mér td
slatta af Rummy-nose (með skemmtilegri hópfiskum, halda alltaf hópinn)
nokkra svartneon (tilbreyting frá neon tetrunum sem allir eru með)
dvergapar, td ramizeri
nokkra rauða sverðdragara (til að fá lit og líf í búrið)
Jamm það er eiginlega bara þetta sem ég er að spá í Vargur.
Ég fór í morgun og fékk mér tvo Rummy-nose og eina Ancistrus
bara svona til að byrja með
Ég hugsa ég fái mér slatta af Rummy-nose og skoða stærri fiska betur bráðum.
og svo þrjú stikki plöntur, Hygrophila polysperma,
Echinodorus bleheri og Limnophila heterophylla.
Það er eðlilegt að búrið sé skýað fyrstu dagana.
Endilega fáðu þér fleiri Rummy-nose fljótlega, ég mæli með lágmark 8-10 stk. Þeir eru svo djö flottir margir saman.
Eins og þið sjáið þá er ég kominn með þetta fínasta gróðurbúr og langar til þess að setja smá meiri gróður eins og Riccia fluitans á steinana.
Ég er með Hagen Nutrafin CO2 Natural Plant System.
Lýsingin mín er 2x Sylvania Aquastar F18W/174, 10000 Kelvin. Er það nógu góð lýsing? eða finnst ykkur ég ætti að hafa betri lýsingu
Plönturnar sem eru núna:
Hygrophila polysperma.
Echinodorus bleheri.
Limnophila heterophylla.
Og ein sem ég er ekki með nafnið á (þessi litla í miðjunni).
Þetta lítur helvíti vel út hjá þér. Lýsingin er nú í minna lagi, en gæti vel sloppið fyrir þessar plöntur sem þú ert með. Alltaf betra að vera með aðeins minni lýsingu en of mikla. Fylgstu bara með plöntunum, ef einhver ein dafnar illa, þá getur þú bara skipt henni út fyrir aðra sem þarf ekki jafn mikið ljós, t.d. einhverja anubias plöntur. Hægt að fá stórar og flottar anubias plöntur, mæli t.d. með coffeefolia. getur líka googlað "anubias" og fundið mismunandi tegundir.
Takk fyrir þetta Sven, Ég fór að spá í lýsinguna vegna þess að ég hef tekið eftir því að Hygrophila polysperma og Limnophila heterophylla plönturnar eru ekki nógu grænar hjá mér, eða það er svona brúnlituð áferð á stöku stöðum.
En þær vaxa alveg ótrúlega hratt að mér finnst.
Er með ljósin á í 9 tíma.
Ef þú ert ekki var við neinn þörung, þá getur þú aukið lýsinguna í 10 klst. og séð hvort það breyti einhverju.
Ertu annars með spegla á perunum? Það getur munað að hafa spegla, þó ekki eins og margir vilja halda, að speglarnir tvöfaldi ljósmagnið. En mér finnst speglar allavega vera það góðir að það borgar sig að kaupa þá.
Ég fékk í gær Riccia fluitans. Veit að það getur verið smá vinna að vera með hana, en mér finnst hún soldið flott, setti á tvo steina, verður gaman að sjá þegar þetta vex.
Jamm! Búrið mitt er alltaf eitthvað að breytast og verða betra.
Mig langar til að fá eina Ancistrus í viðbót eða einhvern annann botnfisk og Rummy-nose og kannski 2 fiska í stæri kantinum.
Er það orðið of mikið af fiskum fyrir búrið eða hvað?
Er með núna 1 Ancistrus, 2 Colis Laila, 4 Platy og 6 Rummy-nose.
Ég mundi ekki setja dæluna ofar ef fiskarnir eru hressir og ekkert að leita upp að vatnsyfirborðinu.
Með því að gára vatnið, þá mundir þú sleppa mun meira af co2 úr vatninu.
Riccia getur verið mikil þolinmæðis-planta, ég gafst upp á henni á endanum, var alltaf fljótandi út um allt hjá mér.