Page 1 of 1

Gefins: Albínóa lionhead kanína

Posted: 13 Apr 2009, 18:46
by Sóla
Gefins falleg hvít/albino lionhead kanína. Virðist ekki hafa fengið mikla meðhöndlun og á til að verða stressuð og bíta aðeins frá sér (ekki til blóðs, frekar nart) en finnst voða gott að láta halda á sér og klappa sér, og ég er frekar viss um að á réttu heimili þar sem hún fær næga athygli hætti hún þessu. Ég gat ekki séð betur en að hún væri kvenkyns en þar sem ég er ekki mjög hæf í kanínukjallaraskoðunum þori ég ekki að staðfesta það.

Image

Endilega hafið samband hér eða í ES.

Kv. Sóla