Page 1 of 1

Hefur einhver verslað Live Rock frá...

Posted: 13 Apr 2009, 23:34
by Österby
Var að skoða á netinu og fann http://www.liverocknreef.com/
Á þessari síðu er hægt að fá cured steina, shippaða í blautu taui...

Hefur e-h ykkar verslað frá þeim eða sambærilegum erlendum aðila? (hverja þá?)

Og er e-h extra tollálag á Live rock in general ? eða bara 24.5% ? :shock:

Posted: 14 Apr 2009, 07:40
by keli
Mjög líklega amk 10% tollur, og svo þarftu að sækja um leyfi fyrir að flytja þetta inn. Sendingarkostnaður líklega frekar hár, en annars fínt mál. Líklega betra liverock en maður færð í búðum hérna í dag.

Posted: 14 Apr 2009, 10:38
by Österby
Ok, hvar þarf ég að sækja um leyfi :?

Posted: 14 Apr 2009, 10:39
by keli
umhverfisráðuneytinu eða yfirdýralækni geri ég ráð fyrir. Er ekki alveg viss samt.

Posted: 14 Apr 2009, 11:57
by ulli
matvælastofnun,talaðu við jón yfirdýralæknir hann sér um leifi fyrir influttning á fiskum og því teigndu.láttu okkur vita hvort þú færð leifi.

Posted: 14 Apr 2009, 12:29
by Österby
Ok, cool, ég ætla samt að byrja á að smíða búr áður en ég byrja á leyfispöntunum o.s.frv

Posted: 14 Apr 2009, 12:51
by keli
Leyfið gildir í amk 6 mánuði þannig að þú getur alveg athugað það núna ;) Og tekur nokkrar vikur að fá leyfið.

Posted: 14 Apr 2009, 13:03
by ulli
ég var að tala við Gísla jóns yfird,þú ferð á www.mast.is og eyðublöð finnur það sem er fyrir influtning á vatnadýrum fyllir það út eftir bestu getu það nánast úskýrir sig sjálft.hann sagði að það væri lítið mál fyrir að fá leifi hjá þeim :)

kanski að ég ætti að gera svona líka.kostar ekki neitt
http://www.mast.is/Uploads/document/eyd ... r_Rith.pdf

Posted: 14 Apr 2009, 13:14
by Österby
Ó geggjað :D takk fyrir linkinn

Posted: 14 Apr 2009, 13:23
by keli
Eina vandamálið er í raun þetta, sem þarf að fylgja innflutningnum:
Skrautfiskunum/vatnadýrunum skal fylgja heilbrigðis- og upprunavottorð útfyllt af dýralækni í útflutningslandinu.
Annars er þetta lítið mál. Ég hef gert þetta með fiska frá danmörku, verslunin gat gefið mér ljósrit af heilbrigðisvottorðinu.

Posted: 14 Apr 2009, 13:26
by ulli
hringja eða senda þeim email hvort að það sé nokuð vandamál að fá þá til að skanna/faxa votorðið.ef þeir eru með það.

Posted: 14 Apr 2009, 13:32
by ulli
hernig þýðir maður heilbrigðisvottorð yfir á ensku? :oops:

hvernig væri að við tækjum okku nokrir samann og flyttum in 100-200kg.
kominn tími á að squincy hætti að leika sér í littlu gler dolluni sinni og fái sér 400lt+ sjávar fiskabúr.

og keli fá sér alvöru skötur :D

svo væri hægt að selja rest ef það yrði eithver.

Posted: 14 Apr 2009, 13:57
by keli
health certificate til dæmis... Verður að vera útgefið af dýralækni.

Posted: 14 Apr 2009, 14:22
by Österby
ég skal vera memm í mass import þegar buddan leyfir =]

Posted: 14 Apr 2009, 14:49
by EiríkurArnar
ég er til í að vera með í þessu.
er ekki fínt að gera eitthverja kostnaðaráætlun ? sjá svona hvort að þetta borgi sig eða ekki.

Posted: 14 Apr 2009, 15:02
by ulli
http://www.liverocknreef.com/liverock/i ... =cart_view

160lbs 1380 dollara.seijir að shipping sé included

Posted: 14 Apr 2009, 15:59
by keli
ulli wrote:http://www.liverocknreef.com/liverock/i ... =cart_view

160lbs 1380 dollara.seijir að shipping sé included
Næstum engar líkur á að shipping sé included til íslands. 80kg með hraðsendingu verður ansi djúsí reikningur, líklega nálægt verðinu á liverockinu :)

Posted: 14 Apr 2009, 16:21
by Österby
senda með skipi og hafa rockið í neti í eftirdragi ? xD

Posted: 14 Apr 2009, 21:27
by RosaH
eða bara í flug cargo, þeir bjóða upp á að keyra í cargo þegar pöntunin er yfir akveðnu marki.

Posted: 14 Apr 2009, 21:46
by keli
RosaH wrote:eða bara í flug cargo, þeir bjóða upp á að keyra í cargo þegar pöntunin er yfir akveðnu marki.
Já, en fer eftir því hvort þeir séu sæmilega nálægt flugvelli sem er með flug til íslands..

Posted: 14 Apr 2009, 23:59
by ulli
keli wrote:
RosaH wrote:eða bara í flug cargo, þeir bjóða upp á að keyra í cargo þegar pöntunin er yfir akveðnu marki.
Já, en fer eftir því hvort þeir séu sæmilega nálægt flugvelli sem er með flug til íslands..
var að emaila þeim og spurja út í þetta shipping,spurði líka um votorð.
þeir eru með helling af öðru sniðugu dóti.flest 110v sumt 220-230v

Posted: 15 Apr 2009, 02:49
by ibbman
Ég verð með ef einhver fær leifi

Posted: 02 May 2009, 01:20
by ulli
To ship outside the USA it would have to be a very large shipment. What country are you in and would you be interested in representing us there?



hmm...