Page 1 of 1

Pípulagningareynsla af sump?

Posted: 15 Apr 2009, 10:36
by Gabriel
Er með heimasmíðað 216L búr með stálbotni. Planið er að gera þetta að sjávarbúri og stækka við fiskana sem að eru í 116L búri núna.
Á botninum eru tvö boruð göt, sitthvoru megin í búrinu. Þessi göt bjóða upp á að verða niðurfall í tæplega 40L sump sem að ég er búinn að kaupa, og annað gatið gæti nýst fyrir return-line.
Vandinn er að ég hef enga reynslu af svona pípulagningum og var að pæla hvort að þið hefður einhverjar hugmyndir um hvernig yfirfallið og allt þetta ætti að líta út.
Var að pæla í einhverju yfirfallsröri sem að skrúfaðist í gatið, en veit ekki alveg :)
Einhverjar uppástungur?

Posted: 15 Apr 2009, 10:50
by Sven
Er nokkuð hægt að nota gat í botninum fyrir niðurfall í sump, mundi þá búrið ekki bara tæmast? Þú getur náttúrulega notað götin í botningum fyrir return og borað svo fyrir yfirfalli.

Posted: 15 Apr 2009, 11:05
by Gabriel
Jú, ég gæti notað það fyrir yfirfall.
Var að pæla í einhverju svipuðu og þessu

Image


Image

Þetta er reyndar frekar stórt svo að spurning hvort að það sé hægt að hafa þetta minna upp á það ef að rafmagnið fer af og pumpan hættir að dæla þá vil ég að vatnið fari í sumpinn en ekki á gólfið. Og hef ekki hugmynd um hvernig return dæmið ætti að vera.

Posted: 15 Apr 2009, 11:19
by Sven
AAhhh, selfölgelig, er límingin á PVC-inu við glerið samt nógu sterk til að halda þessu þegar það verður væntanlega mun minna vatn á bak við rörið heldur en í búrinu almennt?

Posted: 15 Apr 2009, 11:30
by Gabriel
Hm, spurning. Þetta virðist allavegana hafa virkað hjá þessum. En mig langar að hafa eitthvað minna áberandi, eins og t.d. rör sem gengur niður í gatið og opnast við yfirborðið. En á eftir að mæla hvað þetta er breitt gat. Eru til snittuð plaströr sem ég gæti skrúfað ofan í gatið og kíttað í kringum?

Posted: 15 Apr 2009, 11:34
by Sven
Þú ættir að geta fengið þér gegnumtak (bulkhead) sem passar í gatið, svo er hægt að skrúfa snittað PVC rör (í sama sverleika og gegnumtakið) í gegnumtakið, þyrfti væntanlega bara að þétta vel.
Gæti verið erfitt að fá hluti í þetta hérna heima, en þú getur skoðað úrvalið á PVC fittings hjá www.savko.com ég pantaði frá þeim um daginn og fékk mjög góða þjónustu, sendingarkostnaðurinn var að auki bara sá sami og þeir greiddu USPS.

Posted: 15 Apr 2009, 11:59
by keli
Þú bara setur gegnumtak með pakkningu í, fæst t.d. í vatnsvirkjanum ef glerið er ekki mjög þykkt. Svo seturðu bara pvc pípu í gegnumtakið. ég gerði nákvæmlega það með ræktunarbúrin mín.

Posted: 15 Apr 2009, 12:48
by Squinchy
Mæli með því eins og Keli segir að þú fáir þér gegnumtak í VV sem fer í gatið, rör upp úr því, "T" ofan á það og "Hné" í hliðina á "T" svo tappa með gati ofan á "T" (Verður að setja gat ofan á tappan því annars byrjar sírennsli og mikið sog hljóð)

Þá ertu kominn með svo kallaða durso standpipe
Image

Utan um hana mæli ég með því að setja yfirfall/Hlíf eins og er á myndinni fyrir ofan því hún sér um að verja rörið fyrir því að eitthvað lendi á því, svo er það langt um smekklegra að hafa hlíf/Yfirfall heldur en ekki, einnig virkar þessi hlíf/yfirfall þannig að fiskar, sniglar og önnur dýr komast ekki auðveldlega að rörunum til þess að stífla þau

Eitt vandamál sem ég sé er stálbotninn, gæti farið að ryðga útaf saltinu ?

Posted: 15 Apr 2009, 13:38
by Gabriel
Þetta er snilld. Mun gera þetta. Ég held að ryð verði ekki vandamál. Þetta er ryðfritt.
Takk kærlega fyrir svörin, ég þarf svo bara að lesa mér meira til um return line :)

Posted: 15 Apr 2009, 14:27
by diddi
þarf ekki nema eina góða rispu og þá er botninn farinn að ryðga

Posted: 15 Apr 2009, 18:13
by drepa
heyrði einhverja sögu um riðfría nagla í timburbátum, naglarnir litu vel út að utan enn þegar þeir voru dregnir úr voru þeir nær upp tærðir, eitthvað að gera með súrefnis skort, bara gott að hafa þetta í bakhöndinni , eða bara í vasanum :P

Durso standpipe er möst eða eitthvað álíka fyrir að minka hljóð.

mæli með að þú athugir þetta t.d.
<embed src="http://www.youtube.com/v/6Pv3u0Sa1tk&hl=en&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed>