Page 1 of 1
Ljósabúnaður
Posted: 21 Apr 2009, 19:32
by EiríkurArnar
Kemst ég upp með það svona í upphafi að vera með eina 18W T8 10.000K ?
Þetta er í 54l búr.
Ætla mér að vera með 2 trúða og rækju(r) og kannski eitthverja auðvelda kóralla en það væri náttúrulega bara seinna. Þ.e.a.s. þegar að búrið er búið að ganga í nokkra mánuði.
Posted: 21 Apr 2009, 19:38
by ulli
kemst upp með það já.en okkuru ekki 2 18w?
36w er helvíti gott.
Posted: 21 Apr 2009, 20:05
by Squinchy
Já það virkar vel fyrir fiska og sveppi, þeir þurfa lítið ljós
Posted: 21 Apr 2009, 20:44
by EiríkurArnar
ástæðan er að það er bara eitt perustæði. en ef meira ljós þarf þá þarf ég bara að föndra það. ætla mér að smíða "stórt" búr seinna og það verður með öllu tipp topp en langar svona að starta þessu á sem ódýrasta máta svona til að fá salt fílinginn.
Posted: 21 Apr 2009, 20:50
by keli
Þetta sleppur fyrir alla fiska, en þú getur ekki verið með anemónur og aðeins allra kröfuminnstu kórallana. T.d. einstaka sveppi eða polyps.
Posted: 21 Apr 2009, 21:20
by Squinchy
Já það er sniðugt að byrja bara ódýrt í þessu fyrst til að sjá hvort þetta höfði til manns
Eins og keli segir þá er mjög gott að byrja bara á fiskum, nokkrum sveppum og polyps
Posted: 21 Apr 2009, 21:42
by EiríkurArnar
aðal atriðið í þessu búri verður trúða par. þá kaupi ég þessa peru og fer að starta þessu fljótlega
Posted: 21 Apr 2009, 21:44
by EiríkurArnar
lífríkið í búrinu þetta sem maður sér ekki, svifdýr og þetta þarf það ekkert spec ljós ?
Posted: 21 Apr 2009, 23:15
by Squinchy
Nei í rauninni ekki, færð flotta birtu með 10.000 kelvin peru
Posted: 21 Apr 2009, 23:34
by EiríkurArnar
Oki doki
Takk fyrir svörin