
Við höfum aldrei staðið í þessu og erum nýliðar á þessu sviði en höfum reynt að kynna okkur þetta eftir fremsta megni. Við höfum reyndar einu sinni fengið got án þess að vita af því (silly us


En þá að gotinu...
Tvær af gúbbýkerlingunum (sem eru reyndar 5 í heildina) voru komnar á tíma svo við ákváðum að fjárfesta í öðru gotbúri sem reyndist góð ákvörðun þar sem raufanar á hinu voru of grannar fyrir seiðin þegar öllu var á botninn hvolft.
Svo við ákváðum að skella kerlingunum í gotbúr en eitthvað virtust þær vilja láta bíða á eftir sér svo við brugðum á það ráð að setja þær upp í skáp í könnunni góðu. Tveir dagar liðu og ekkert bólaði á neinum seiðum. Ákváðum við að setja þær aftur í búrið og hækka hitann örlítið í því.
Við vorum ekki fyrr búin að taka lokið af könnunni en að fyrstu seiðin létu kræla á sér. Við vippuðum kerlunum yfir í gotbúrið og hófum að veiða hvert seiði uppúr fyrir sig (Þar sem ristin er ónothæf er búrið bara eitt stórt rými og enginn "save-spot" fyrir seiðin þar af leiðandi).
Það gekk alveg brillijant eins og Vala Matt hefði sjálf komist að orði. Veiddum 32 stk úr annarri kerlingunni, eitt slapp út í búrið en veiddist svo á endanum. Í dag (daginn eftir) tókum við svo eftir 2 í viðbót í búrinu sem hafa greinilega ekki verið alveg tilbúnir í gærkvöldi. Merkilegt nokk virðist sem öll seiðin sem kerlingin fæddi vera stálhress og í fínu formi. Borða vel og eru öll á iði og leika sér.
Núna hins vegar var fyrsta seiðið að koma undan hinni kerlingunni. Vonandi gengur það jafnvel og með vinkonu hennar sem skilaði okkur í það heila 35 stykkjum. Hún er búin að unga út 3 stykkjum en hún er jafnvel stærri en hin var fyrir got. Verður fróðlegt að sjá hvernig til gengur með þetta got og hvernig gengur að halda þeim á lífi en eins og er er tala látinna 0 og það lítur út fyrir það að kerlingarnar séu of góðu vanar til að éta seiðin, þau vilja bara hágæðamat frá Tetra.

Við ætlum að reyna að skella inn nokkrum myndum í kvöld, bæði af búrunum og svo framleiðslunni

Við skruppum svo eftir þessa vakt okkar yfir gotbúrunum í gær til Andra pogo og keyptum svoldið af flotgróðri o.fl. fyrir seiðin sem virðast hæst ánægð. Eins og er vitum við ekki hvernig seiðin koma til með að líta út þar sem við keyptum kerlurnar þungaðar, af Varginum.
*Við erum svo búin að ákveða hvaða karl fær næst að "leika" sér með þessum tveimur kerlingum, þar sem við erum með 4 mjög mismunandi gúbbýkarla. Einn er dimmblár með stórglæsilegan sporð og liturinn nær nánast yfir allan líkamann. Annar er silfursleginn á maganum með einskonar tígrissporð og efri ugga en hann er næstur í framleiðsluröðinni á undan þessum bláa. (En báðir þessir fengust úr Dýragarðinum þar sem við erum orðnir fastagestir

Svo er þriðji blóðappelsínu rauður og hvítur á maganum en sá síðasti er silfraður með gulum sporð.
Hreint útsagt stórglæsilegir fiskar þó ég segi sjálfur frá.

Hérna eru svo myndir
uppeldis búrið

Gamlingja búrið
tígrissporður
litlu krílin okkar

Friðrik og Helga

