170L smáfiskabúr.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

170L smáfiskabúr.

Post by Ragnarvil »

Ég er tiltölulega nýlega búinn að fá stærra búr, um 170L. Mig langaði
aðeins að sýna ykkur hvernig búrið er núna ég er með ljósann sand,
rætur og nokkra steina.

Búrið er á leiðinni í "breitingu" eftir nokkrar vikur og þá set ég í það 3d
bakgrunn sem felur búnaðinn, svartann sand, helling af grjóti, rótum,
gróðri og hellum.

Hérna eru myndirnar af búrinu eins og það er í dag:

Image
Búrið

Image
Hvítfjallabarbi

Image
Fiðrildasiklíður Blue Ram

Image
Fiðrildasiklíða Blue Ram

Image
Brúsknefur

Image
Octo

Image
SAE

Image
Einn af litlu sniglunum

Íbúarnir eru:
9 Kardinal tetrur (Paracheirodon axelrodi)
6 Glóbandsdannar (Danio choprai)
6 Stjörnurasborur (Celestichthys margaritatus)
6 Dverggrannar (Corydoras pygmaeus)
4 Hvítfjallabarbar (Tanichthys albonubes)
3 Fiðrildasiklíður (Microgeophagus ramirezi)
3 Otocinclusar (Otocinclus vittatus)
3 Eplasniglar (Pomacea bridgessii)
2 Brúsknefjar (Ancistrus temminckii)
1 SAE (Epalzeorhynchus siamensis)

Ég ætla seinna að fjölga fiskunum aðeins í smáfiskatorfunum, losa mig
við SAE og fá mér stærri botnsugur með dverggrönunum.
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

mjög flott! Og glæsilegur Ram sem þú átt.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply