
Dagurinn hófst á ferð til Andra Pogo. Hann seldi mér nokkrar myndarlegar plöntur.
Nokkra vallisnerur, það er því miður eina nafnið sem ég man :p
Á aðeins erfiðara að muna latínuna en fiskanöfnin. Þrjár týpur sem festa sig við steina and such. Svo tvær aðrar sem ég man ekki heldur hvað heita :p
Vonandi getur hann bara frætt ykkur um það eða þið sjáið það bara sjálf og þá get ég lært það

Fór sæll og glaður í Dýragarðinn. Var ekki alveg viss um hvað ég ætlaði að fá mér fyrir utan einhverj Gullbarba og tvær ryksugur, blettótar eru þær og heita á enskunni. Eftir gott spjall við einn starfsmanninn sem hjálpaði mér ákvað ég að fá mér seinustu tvær pöndurnar sem eftir voru og 5 black molly.
Sem sagt:
5x Black Molly (Poecilia sphenops)
5x Golden barb (Barbus schuberti)
2x Spotted Bristle-nosed Catfish (Ancistrus hoplogenys)
2x Panda Corydoras
Fyrir var bara Shenanigan, bardagafiskurinn. Hann hefur hingað til ekkert verið að otast í hinum og ég hef ekki áhyggjur að hinir otast í honum því hann er mun stærri.
Mollyarnir virðast vera mest sprækir og bögga öðru hvoru en ekkert alvarlegt.
Það er óhætt að segja að fyrsta búrið mitt sé nú loks komið í gang af alvöru og er ég bara mjög sáttur

Myndirnar verða að bíða aðeins þar sem það er ekki myndavél við hliðina á mér.