Þumalputtaregla anyone?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Þumalputtaregla anyone?

Post by Snædal »

Er til einhver þumalputtaregla svo auðvelt sé að fatta hversu búrið þarf að vera stórt undir ákveðna fiska? Lítra per cm eða eitthvað svoleiðis? Svo frákvikin frá reglunni hegðun fisksins og þess háttar...

Ég er mikið að pæla í hvaða fiska ég eigi að fá mér í 125L búr. Skoða fiskana á mismunandi fiskaupplýsingasíðum og þær virðast ekki haldast hönd í hönd þegar mælt er með búrstærð eða hvað þá hvað fiskarnir verða stundum stórir. Til kannski einhver síða/ur sem eru oft taldar áreiðanlegri en aðrar?

Væri flott að fá einhverjar góðar heimildir svo maður þurfi ekki alltaf að spurja um hvert smáatriði :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er voða erfitt - oft hefur verið notast við lítra á cm, en það getur í raun bara átt við um litla fiska eins og t.d. litlar tetrur, og er samt frekar fjarri lagi. Þetta fer líka mikið eftir vatnsskiptum, dælubúnaði og viðhaldi.

Hvaða fiskum ertu helst að pæla í?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

keli wrote:Það er voða erfitt - oft hefur verið notast við lítra á cm, en það getur í raun bara átt við um litla fiska eins og t.d. litlar tetrur.
Mér langar mest að hafa síkliður en ég veit að flestar eru of stórar fyrir svona búr. Black ghost knife fish verður líka of stór eins flottur og hann er þannig að það væri bara að hægt að hafa hann tímabundið (hversu fljótt stækkar hann?).

Maður sér að það sé mælt með allavega 200l búri ef maður ætlar að hafa discusa en samt hef ég sé þá í minni búrum í góðum fýling.

Svo er líka spurning um ef maður miðar við lítra per cm að hversu marga er hægt að hafa í búrinu. Geri þá ráð fyrir að botnfiskarnir eru ekki fyrir.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Black ghost stækkar mjög hægt, þú gætir haft hann í ár, jafnvel tvö.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

ég er með par af Blue Acara í 125L búri og þeim líður bra vel sko
Rena Biocube 50: tómt eins og er
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er ekki spurning um hvort fiskar séu fyrir eða ekki - þetta er spurning um álagið sem fiskur setur á vistkerfið sem myndast í búrinu. Botnfiskur sem er 10gr mengar jafn mikið og "venjulegur" fiskur sem er 10gr, þótt hann sé ekki jafn greinilegur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

keli wrote:Þetta er ekki spurning um hvort fiskar séu fyrir eða ekki - þetta er spurning um álagið sem fiskur setur á vistkerfið sem myndast í búrinu. Botnfiskur sem er 10gr mengar jafn mikið og "venjulegur" fiskur sem er 10gr, þótt hann sé ekki jafn greinilegur.
Já ég meinti það ekki þannig. Vil ekki að fiskunum líður óþægilega vegna þrengsla.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

er hvað um Tomasi, ramirezi, pulcher, altispinosa eða apistogramma?

Eða gera afríkubúr með Tanganyika síklíðum, eins og brichardi og julidochromis marlieri eða öðrum smáum sem passa saman.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Snædal
Posts: 202
Joined: 27 Apr 2009, 21:37
Location: Rvk

Post by Snædal »

Lindared wrote:er hvað um Tomasi, ramirezi, pulcher, altispinosa eða apistogramma?

Eða gera afríkubúr með Tanganyika síklíðum, eins og brichardi og julidochromis marlieri eða öðrum smáum sem passa saman.
Já mig langar einmitt að gera eitt svoleiðis. Smella saman Afríkusiklíðum. Eru þær ekkert árásargjarnar á eigin tegund?
Post Reply