Humra matur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Humra matur

Post by rabbi1991 »

Einsog nafnið segir þá vantar mig að vita hvað það er sem humrar éta.
Fyrir fram þakkir
Rafn
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Re: Humra matur

Post by LucasLogi »

ég gef mínum bara gullfiskaflögur og rækju. þeir éta nánast allt
60l guppy
RagnarI
Posts: 440
Joined: 14 Nov 2007, 15:40
Location: 107 Reykjavík

Post by RagnarI »

mínir hafa verið að éta fiskaflögur og stækka bara nokkuð hratt á því, þeir éta líka gróður og einnig fiska ef þeir eru með þeim í búri.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Éta hvað sem er, grænmeti er td mjög gott fyrir þá.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég hef fengið fallegustu humrana úr mataræði með bæði miklu grænmeti og kjötmeti.
Ég notaði grænmetisfóður, og gaf rækjuflísar aðallega.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

eru humrar ekki bara hræætu sem éta nánast það sem matur kallast?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

GUðjónB. wrote:eru humrar ekki bara hræætu sem éta nánast það sem matur kallast?
Jú þeir éta meirasegja haminn af sjálfum sér
60l guppy
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

hvað þýðir það að fallax humar er farinn að éta ALLT sem hann nær í. núna er hann búinn að éta 1stk molly ( Alveg upp til agna ) 3stk cardinálar og alveg FULLT af gróðri. Já og svo allar fiskiflögur sem ná á botninn og fiskarnir ná ekki að éta áður en hann finnur þær. Hann bókstaflega étur og étur og étur en er samt ekkert að stækka eitthvað svaka mikið og ekki með hrogn.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það þýðir ekki neitt. Humrar eru alætur og éta allt sem þeir koma klónum í. Hugsanlega humarinn verið að éta extra mikið til að koma sér í hrygningargír, en það þarf svosem ekkert að vera.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Villimaður
Posts: 38
Joined: 15 May 2007, 22:42

Post by Villimaður »

Procambarus Fallax verður ekki mjög stór ef miðað er við hinar humar tegundir sem eru algengar á íslandi, flestir sem ég hef átt hafa stoppað í um 10cm eða svo, á meðan Clarkii humranir fóru í 13cm-15cm.

Flestir humrar, allavega þessir litlu tegundir, eru algjörir terroristar í öllum búrum, eyðileggja gróður, grafa upp allt búrið, reyna að ná fiskum og éta þá, að auki reyna þeir að sleppa úr búrinu ef þeim líður ekki 100% vel.

Hérna er góð síða fyrir humar eigendur:

http://www.crayfishmates.com
40L Sunglow búr.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
Post Reply