Aðstoð við fiskaval

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Aðstoð við fiskaval

Post by ibbman »

Jæja þannig er mál með vexti að ég var að eignast flott 720 lítra búr.
Ætla að hafa ferskvatn í því.
En vandamálið mitt er það að ég veit ekki hvaða fiskar "passa" vel í þetta búr og ég vill hafa plöntur með...
Siklíður + plöntur ? ?
Regnbogafiskar + plöntur ? ?
Monstera og plöntur ? ?
Hvað finst fólki og er ekki einhver með sniðuga hugmynd af einhverju sem gegur saman ? ? ?
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ef þú villt endilega hafa plöntur mæli ég með monster+plöntur og hafa einhverja flottar rætur í búrinu.
monster sem ég mæli með eru:
alskonar polypterusa t.d. palmas polly,senegalus og albino senegalus.
black ghost
Clown Knife
og kanski einhverja hákarla tegund.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Post by ibbman »

Mér finst algjört möst að geta verið með einhverjar plöntur, t.d sverðplöntur, valensínur (stafs) og því um líkt....
Er ekkert of hrifinn af monsteronum samt...
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég mundi hafa kyrrlátt gróðurbúr með slatta af fallegum fiskum, tegundir t.d.

Regnbogafiskar:
Melanotaenia boesemani 6x +
Glossolepis incisus 6x +
Popondetta furcata 6x +

Tetrur:
Phenacogrammus interruptus 8x +
Paracheirodon axelrodi 50x +


Botnfiskar:
Tegund af Corydoras 10x +
Einhverjir fallegir, hægvaxta plegga. 2-4x
T.d. Adonis, green eða blue phanthom.

Bara dæmi um nokkrar tegundir.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er yfirleitt hægt að finna plöntur sem ganga með þeim fiskum sem þú velur þér, það er einna helst erfitt að hafa plöntur með stórum amerískum sikliðum.
Veldu þá línu af fiskum sem þú villt hafa og finndu svo plöntur sem geta gengið með fiskunum.
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

findu bara töff plöntur. og keyptu þér einhverja awesome fiska. Einsog eldsporð ( hann böggar samt ALLA fiska ), humrar, hákarlar, tetrur, oscar, ála eða bara þá sem þér finst töff. held samt að það er best að hafa stóra fiska eða torfur í stórum búrum sko.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

rabbi1991 wrote:findu bara töff plöntur. og keyptu þér einhverja awesome fiska. Einsog eldsporð ( hann böggar samt ALLA fiska ), humrar, hákarlar, tetrur, oscar, ála eða bara þá sem þér finst töff. held samt að það er best að hafa stóra fiska eða torfur í stórum búrum sko.
finnst þér þú virkilega hafir eitthvað með að kommenta á þennan þráð eða ertu með svona furðulegan húmor?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Frontosur eða Diskusar
Kv. Jökull
Dyralif.is
IAmTheSun
Posts: 41
Joined: 13 Oct 2008, 19:22
Location: HFJ beibý ;)
Contact:

Post by IAmTheSun »

Óskarar eru virkilega fallegir fiskar, væri flott að hafa 1-2 svoleiðis í búrinu :)
Ég átti tvo svoleiðis og þeir voru með allskonar fiskum í búri, þeir átu bara litlu fiskana (gúbbí), en þeim samdi vel með siklíðunum okkar, ryksugunum og álunum :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Það væri auðvitað bara fallegt að hafa fullt af greinum (rótum) og plöntum í búrinu og hafa torffiska (tetrur), jafnvel nokkra diskus, ramirezi, regnbogafiska..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Post by ibbman »

Takk fyrir þetta, ég mun skoða þetta vel og taka svo ákvörðun :)
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Sammala Lindu, groðurbur með diskusum, tetrum, ramirezi og þannig rolegum fiskum
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
bibbinn
Posts: 156
Joined: 19 Feb 2008, 21:30
Location: brh

sdf

Post by bibbinn »

Malawi all the way :wink:
kv. Brynjar
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Agnes Helga wrote:Sammala Lindu, groðurbur með diskusum, tetrum, ramirezi og þannig rolegum fiskum
Love it!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Lindared wrote:
Agnes Helga wrote:Sammala Lindu, groðurbur með diskusum, tetrum, ramirezi og þannig rolegum fiskum
Love it!
ég get ekki verið ósammála.... diskus, ramirezi og tetrur eru bara flottustu fiskarnir :)
Post Reply