grænt vatn!!!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

grænt vatn!!!

Post by malawi feðgar »

sæl og blessuð öll sömul.

við feðgarnir erum í smá vanda núna þessa dagana.
þannig er það að vatnið í búrinu okkar er bara orðið grænt á litinn.
þetta er 30l nano búr sem er fullt af gróðri þannig við getum ekki myrkvað það.
vatnskipti eru í hverri viku 40% svo það er ekki það.
ljósatíminn á búrinu er 10 tímar.

þá eru það spurningarnar:

er þetta slæmt fyrir rækjurnar og sae?

hvað eigum við að gera?

er til eitthvað efni til að setja í búrið?



með fyrir fram þakkir um svör.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

held að þetta geri fiskunum eða rækjunum ekki neitt slæmt. En það er í fínu lagi að myrkva búr þó að það séu plöntur í því. Ég myrkvaði búrið hjá mér nokkrum sinnum alveg 100% í 5 daga til að drepa bakteríuþörung, plönturnar eiga að lifa það auðveldlega af ef þær eru sæmilega hraustar fyrir.
Getur verið að vor-sólin sé að ná búrinu?
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

já gæti verið en fyrir nokkrum dögum ætluðum við að hrista uppí co2 og þá fór allt að gjósa og gaus ofaní búrið smá þá vötnuðum við búrið strax 70%,
gæti þetta eitthvað verið útaf því?
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

mögulega gæti það verið, þekki það samt ekki alveg.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Dagsbirta er sennilega orsökin.
Það eru til efni sem drepa þetta niður og ef birtan er takmörkuð aðeins og búrið í góðu jafnvægi þá ætti þetta ekki að koma aftur.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

grænt vatn!!!

Post by malawi feðgar »

gerðum stór vatnskipti í dag og vatnið breyti um lit aftur og er nánst eðlilegt ætlum að vatna það aftur á morgun og sjá hvort það dugi ekki til.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Post Reply